Sádar staðfesta andlát Khashoggi

Nú hefur andlát Khashoggi fengist staðfest, en samkvæmt fréttaflutningi Sáda lenti Khashoggi í áflogum við þá sem hann hafði haldið til fundar við inni á skrifstofunni með þeim afleiðingum að hann lést.
Khashoggi hafði á síðasta árinu starfað fyrir Washington Post í Bandaríkjunum, hvar hann var í sjálfskipaðri útlegð. Khashoggi þorði ekki að snúa aftur til heimalands síns, Sádí Arabíu, vegna ótta við að vera refsað fyrir gagnrýni sína á stefnu krónprins Sádí-Arabíu og stjórnar hans.
Þá kom einnig fram í fréttum Sáda að Ahmed al-Assiri, háttsettum leyniþjónustumanni tengdum málinu, hafi verið sagt upp störfum. Þá hafa 18 Sádar verið handteknir í tengslum við morðið á Khashoggi.
Tengdar fréttir

Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum
Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins.

Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna
Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul.

Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins
Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni.

Hinsti pistill Khashoggi birtur
Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl.