Fyrirliði blandaðs liðs unglinga Íslands í hópfimleikum var svekktur með úrslitin og frammistöðu liðsins í úrslitum á EM í Portúgal í dag. Íslenska liðið varð í fjórða sæti af sex liðum í úrslitunum.
„Ég er mjög sáttur en á sama tíma svekktur með frammistöðuna. Allt í allt samt bara mjög sáttur,“ sagði Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins.
„Það gekk mjög vel, engin alvarleg meiðsli. Planið okkar var pallur en maður veit aldrei.“
Ísland varð í fjórða sæti í undankeppninni á miðvikudag og hélt því sæti sínu í úrslitunum. Stefán var almennt sáttur með mótið.
„Mjög flott hjá hópnum og allt í allt mjög sáttur.“
„Planið var alltaf að fara í þriðja sætið en það voru nokkrir hlutir sem fóru úrskeiðis í dag. Þannig er það bara, maður getur ekki breytt því. Við gerðum okkar besta og erum ágætlega sátt með það,“ sagði Stefán Ísak Stefánsson.
„Sáttur en á sama tíma svekktur með frammistöðuna“

Tengdar fréttir

Ísland fékk fjórða sætið eftir kæru Breta
Ísland endaði í fjórða sæti í flokki blandaðra liða á EM í Portúgal eftir að Bretar kærðu danseinkunn sína.