Drungi og ungæði einkenna hljóðrás harmsögunnar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 22. október 2018 10:00 Tónlistarvalið í Lof mér að falla er afar viðeigandi. Skjáskot Kvikmyndin Lof mér að falla hefur hlotið töluvert lof síðan hún var frumsýnd í byrjun septembermánaðar. Yfir fjörutíu þúsund manns hafa lagt leið sína í kvikmyndahús til að sjá hana og mikil umræða hefur skapast um forvarnargildi hennar. Minna hefur verið fjallað um tónlistina í myndinni en hún er að mestu leyti íslensk að uppruna. Ekki nóg með það, heldur er mikill meirihluti laga sem heyrast í henni eftir ungt og tiltölulega óþekkt íslenskt tónlistarfólk. Þar má nefna Kæluna miklu, aYia, Hatara, russian.girls, k.óla og Korter í flog. Tónlist þessara listamanna gæti í flestum tilvikum flokkast sem drungaleg jaðartónlist, þó að mikill munur sé á sveitunum. Fáir meðlima sveitanna eru búnir að ná þrítugu og allnokkrir eru rétt skriðnir yfir tvítugt.Kælan Mikla spila svokallað darkwave, sem þær þýða sjálfar sem óttabylgju.Fréttablaðið/EyþórKælan Mikla - KaltKalt er titillag myndarinnar. Gotaskotin raftónlist Sólveigar Matthildar, Margrétar Rósu og Laufeyjar Soffíu, sem mynda Kæluna, hefur átt virkilega góðu gengi að fagna, sérstaklega erlendis. Sveitin, sem er skírð eftir persónu úr Múmínálfunum, var stofnuð til þess að taka þátt í ljóðaslammi Borgarbókasafnsins árið 2013 og bar sveitin þar sigur úr býtum.Mikið vatn hefur runnið til sjávar og hafa hljóðgervlar og trommuheilar heltekið hljóðheim sveitarinnar í seinni tíð. Fyrsta plata þeirra kom út árið 2016 hjá gríska plötufyrirtækinu Fabrika Records og er önnur skífa á leiðinni 9. nóvember. Sú heitir Nótt eftir nótt og er gefin út af kanadísku útgáfunni Artoffact Records. Ákveðnum áfanga hjá sveitinni var náð í sumar þegar þær fengu persónulegt bréf frá goth-föðurnum Robert Smith, forsprakka The Cure, með boði til að spila á Meltdown-hátíðinni í London, sem hann sá um listræna stjórnun fyrir í ár.russian.girls - Good Being Bad russian.girls byrjaði sem sóló-verkefni Guðlaugs Halldórs Einarssonar, sem hafði þá gert tónlist með félaga sínum Hrafnkeli Kaktusi undir nafninu Captain Fufanu (nú Fufanu) um þónokkurt skeið. Verkefnið hefur svo bætt við sig og fækkað meðlimum öðru hverju, en í núverandi útgáfu sveitarinnar eru ásamt Guðlaugi Tatjana Dís, og Gylfi Sigurðsson. Sá síðarnefndi var áður trommari Retro Stefson, Ojba Rasta og fleiri sveita. Sveitin spilar drungalega og sígarettureykta skynvilluraftónlist og er fátt sem líkist tónlistinni hér á landi annað en Skrattar og Fufanu, en Guðlaugur er einnig meðlimur þeirra beggja. Athygli vekur að bæði Skrattar og Hatari hafa verið gefnir út af Hinu myrka mani, plötuútgáfu á vegum meðlima Kælunnar Miklu. Guðlaugur og Tatjana eru skrifuð fyrir laginu Good Being Bad, sem kom fyrir í myndinni, og kom út á stuttskífunni To the Bone síðustu áramót.To the Bone by russian.girls Síðasta föstudag kom svo út stuttskífan Digua, sem er partur af Sisters & Brothers seríu útgáfufyrirtækisisns h&n music. Skífan er „hefðbundnari“ í hljómi en margar aðrar útgáfur sveitarinnar, en kemur afar vel út.Mystískir hljóðheimar aYia hafa heillað íslenska kvikmyndagerðarmenn.aYia - Ruins Ruins var annað lagið frá þessu dularfulla þríeyki sem birtist skyndilega á veraldarvefnum. Kári Einarsson, Kristinn Roach og Ásta Fanney Sigurðardóttir mynda sveitina. Öll hafa þau komið víða við í listsköpun sinni. Kári spilar m.a. með Oyama og Björtum Sveiflum og Kristinn var einn af stofnmeðlimum verkefnisins Útidúr. Ástu Fanney er margt til lista lagt, en hún hefur getið sér gott orð sem skáld og myndlistarkona. Ljóst er að aYia hefur vakið athygli íslenskra kvikmyndagerðarmanna því að í stiklu fyrir myndina Undir halastjörnu sem nýverið var frumsýnd er sama lag og heyrist í Lof mér að falla notað. Von er á samnefndri fyrstu plötu sveitarinnar 16. nóvember næstkomandi en fyrr í mánuðinum kom út smáskífan Slow.Hatari - Biðröð mistakaMargmiðlunarverkefnið Hatari er skipað þremenningunum Klemensi Hannigan, Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Einari Stefánssyni, auk fjölda fólks sem kemur iðulega að tónleikahaldi þeirra. Þeir hafa vakið mikla athygli síðan sveitin kom fram á sjónarsviðið snemma árs 2016. Fyrstu tónleikarnir sveitarinnar voru einmitt á vegum áðurnefndrar plötuútgáfu Hins myrka mans.Matthías Tryggvi, söngvari Hatara, á tónleikum.Fréttablaðið/LaufeyEinna helst hefur sveitin vakið athygli fyrir einstaka sviðsframkomu með miklum leikrænum tilþrifum og búningum undir áhrifum frá nasista- og BDSM-klæðaburði. Sveitin hefur í tvígang unnið verðlaun fyrir bestu sviðsframkomu á árlegum tónlistarverðlaunum The Reykjavík Grapevine.post-dreifing Korter í flog og k.óla eru innan vébanda tónlistarútgáfunnar og kollektívsins post-dreifingar, en það hefur haslað sér völl í grasrótarlistasenu Reykjavíkur undanfarin ár. Samkvæmt einum forsprakka post-dreifingar heyrði einhver aðstandenda Lof mér að falla lögin tvö sem koma fyrir í myndinni á safnskífunni Drullumall #1 sem kom út í mars á þessu ári. Í kjölfarið var haft samband við listamennina um notkun á lögunum.k.óla - Finna fyrir þér k.óla er listamannsnafn hinnar 22 ára Katrínar Helgu Ólafsdóttur, en hún gaf út sína fyrstu plötu, GLASMANÍU, fyrrasumar hjá post-dreifingu. Hún nemur tónsmíðar við LHÍ og er einnig meðlimur í Milkhouse. Raftónlist sem er í senn poppuð og undir klassískum áhrif einkennir hljóðheim hennar. Í sumar gaf post-dreifing út bók hennar Nettspeki sem samanstendur af samræðum hennar við vini sína um hvað geti talist nett. Hún vinnur nú að nýrri stuttskífu sem kemur út einhvern tímann á næsta ári. Korter í flog - Jóhann Korter í flog er Reykvísk furðurokksveit sem blandar saman post-pönki, garage-rokki og jafnvel krautrokki í vel kryddaða súrkálskássu. Meðlimir sveitarinnar eru 6 í grunninn en á tónleikum stökkva oft ýmsir furðufuglar á svið og gera allan fjandann, allt frá því að slá í takt á ruslafötur yfir í að dansa öfgafullan óreiðutangó. Korter í flog mun gefa út tvöfalda LP plötu fyrir áramót á vegum post-dreifingar, en fyrsta plata þeirra Lög til að slá við vol. 1 kom út fyrir um ári síðan. Nýlega gaf sveitin einnig út sjónræna plötu sem ber nafnið Flog í korter og var það vókalisti sveitarinnar, Susan Creamcheese, sem gerði vídjóverkið við plötuna. Eins og áður segir komu bæði Jóhann með Korter í flog og Finna fyrir þér með k.óla út á safnskífu post-dreifingar, Drullumalli #1.DRULLUMALL 1 by Korter í flog ZÖE Auk laga þessara listamanna eru í myndinni tvö lög flutt af bandarísku tónlistarkonunni ZÖE, Zoe-Ruth Erwin réttu nafni, en hún samdi annað þeirra eftir að hafa séð ókláraða útgáfu af myndinni. Let Me Fall heitir það og heyrist yfir kreditlista myndarinnar. Hitt er ábreiða af lagi Nick Cave, Ain't Gonna Rain Anymore.Fyrrum Englaborgarbúinn Zoe er nú búsett í Reykjavík. Hún er einnig meðlimur sveitarinnar Little Red Lung.Toy Machine Að lokum eru lög með rapprokkhljómsveitinni Toy Machine, sem var stofnuð árið 1998 og lagði upp laupana 2001. Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, var trommari sveitarinnar á meðan hún starfaði. Hún rís upp frá dauðum og spilar á Airwaves hátíðinni í ár, en hún spilaði einnig á fyrstu útgáfu hátíðarinnar sem haldin var í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Baldvin hefur sett öll áðurnefnd lög saman í Spotify lagalista sem hlusta má á hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Kvikmyndin Lof mér að falla hefur hlotið töluvert lof síðan hún var frumsýnd í byrjun septembermánaðar. Yfir fjörutíu þúsund manns hafa lagt leið sína í kvikmyndahús til að sjá hana og mikil umræða hefur skapast um forvarnargildi hennar. Minna hefur verið fjallað um tónlistina í myndinni en hún er að mestu leyti íslensk að uppruna. Ekki nóg með það, heldur er mikill meirihluti laga sem heyrast í henni eftir ungt og tiltölulega óþekkt íslenskt tónlistarfólk. Þar má nefna Kæluna miklu, aYia, Hatara, russian.girls, k.óla og Korter í flog. Tónlist þessara listamanna gæti í flestum tilvikum flokkast sem drungaleg jaðartónlist, þó að mikill munur sé á sveitunum. Fáir meðlima sveitanna eru búnir að ná þrítugu og allnokkrir eru rétt skriðnir yfir tvítugt.Kælan Mikla spila svokallað darkwave, sem þær þýða sjálfar sem óttabylgju.Fréttablaðið/EyþórKælan Mikla - KaltKalt er titillag myndarinnar. Gotaskotin raftónlist Sólveigar Matthildar, Margrétar Rósu og Laufeyjar Soffíu, sem mynda Kæluna, hefur átt virkilega góðu gengi að fagna, sérstaklega erlendis. Sveitin, sem er skírð eftir persónu úr Múmínálfunum, var stofnuð til þess að taka þátt í ljóðaslammi Borgarbókasafnsins árið 2013 og bar sveitin þar sigur úr býtum.Mikið vatn hefur runnið til sjávar og hafa hljóðgervlar og trommuheilar heltekið hljóðheim sveitarinnar í seinni tíð. Fyrsta plata þeirra kom út árið 2016 hjá gríska plötufyrirtækinu Fabrika Records og er önnur skífa á leiðinni 9. nóvember. Sú heitir Nótt eftir nótt og er gefin út af kanadísku útgáfunni Artoffact Records. Ákveðnum áfanga hjá sveitinni var náð í sumar þegar þær fengu persónulegt bréf frá goth-föðurnum Robert Smith, forsprakka The Cure, með boði til að spila á Meltdown-hátíðinni í London, sem hann sá um listræna stjórnun fyrir í ár.russian.girls - Good Being Bad russian.girls byrjaði sem sóló-verkefni Guðlaugs Halldórs Einarssonar, sem hafði þá gert tónlist með félaga sínum Hrafnkeli Kaktusi undir nafninu Captain Fufanu (nú Fufanu) um þónokkurt skeið. Verkefnið hefur svo bætt við sig og fækkað meðlimum öðru hverju, en í núverandi útgáfu sveitarinnar eru ásamt Guðlaugi Tatjana Dís, og Gylfi Sigurðsson. Sá síðarnefndi var áður trommari Retro Stefson, Ojba Rasta og fleiri sveita. Sveitin spilar drungalega og sígarettureykta skynvilluraftónlist og er fátt sem líkist tónlistinni hér á landi annað en Skrattar og Fufanu, en Guðlaugur er einnig meðlimur þeirra beggja. Athygli vekur að bæði Skrattar og Hatari hafa verið gefnir út af Hinu myrka mani, plötuútgáfu á vegum meðlima Kælunnar Miklu. Guðlaugur og Tatjana eru skrifuð fyrir laginu Good Being Bad, sem kom fyrir í myndinni, og kom út á stuttskífunni To the Bone síðustu áramót.To the Bone by russian.girls Síðasta föstudag kom svo út stuttskífan Digua, sem er partur af Sisters & Brothers seríu útgáfufyrirtækisisns h&n music. Skífan er „hefðbundnari“ í hljómi en margar aðrar útgáfur sveitarinnar, en kemur afar vel út.Mystískir hljóðheimar aYia hafa heillað íslenska kvikmyndagerðarmenn.aYia - Ruins Ruins var annað lagið frá þessu dularfulla þríeyki sem birtist skyndilega á veraldarvefnum. Kári Einarsson, Kristinn Roach og Ásta Fanney Sigurðardóttir mynda sveitina. Öll hafa þau komið víða við í listsköpun sinni. Kári spilar m.a. með Oyama og Björtum Sveiflum og Kristinn var einn af stofnmeðlimum verkefnisins Útidúr. Ástu Fanney er margt til lista lagt, en hún hefur getið sér gott orð sem skáld og myndlistarkona. Ljóst er að aYia hefur vakið athygli íslenskra kvikmyndagerðarmanna því að í stiklu fyrir myndina Undir halastjörnu sem nýverið var frumsýnd er sama lag og heyrist í Lof mér að falla notað. Von er á samnefndri fyrstu plötu sveitarinnar 16. nóvember næstkomandi en fyrr í mánuðinum kom út smáskífan Slow.Hatari - Biðröð mistakaMargmiðlunarverkefnið Hatari er skipað þremenningunum Klemensi Hannigan, Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Einari Stefánssyni, auk fjölda fólks sem kemur iðulega að tónleikahaldi þeirra. Þeir hafa vakið mikla athygli síðan sveitin kom fram á sjónarsviðið snemma árs 2016. Fyrstu tónleikarnir sveitarinnar voru einmitt á vegum áðurnefndrar plötuútgáfu Hins myrka mans.Matthías Tryggvi, söngvari Hatara, á tónleikum.Fréttablaðið/LaufeyEinna helst hefur sveitin vakið athygli fyrir einstaka sviðsframkomu með miklum leikrænum tilþrifum og búningum undir áhrifum frá nasista- og BDSM-klæðaburði. Sveitin hefur í tvígang unnið verðlaun fyrir bestu sviðsframkomu á árlegum tónlistarverðlaunum The Reykjavík Grapevine.post-dreifing Korter í flog og k.óla eru innan vébanda tónlistarútgáfunnar og kollektívsins post-dreifingar, en það hefur haslað sér völl í grasrótarlistasenu Reykjavíkur undanfarin ár. Samkvæmt einum forsprakka post-dreifingar heyrði einhver aðstandenda Lof mér að falla lögin tvö sem koma fyrir í myndinni á safnskífunni Drullumall #1 sem kom út í mars á þessu ári. Í kjölfarið var haft samband við listamennina um notkun á lögunum.k.óla - Finna fyrir þér k.óla er listamannsnafn hinnar 22 ára Katrínar Helgu Ólafsdóttur, en hún gaf út sína fyrstu plötu, GLASMANÍU, fyrrasumar hjá post-dreifingu. Hún nemur tónsmíðar við LHÍ og er einnig meðlimur í Milkhouse. Raftónlist sem er í senn poppuð og undir klassískum áhrif einkennir hljóðheim hennar. Í sumar gaf post-dreifing út bók hennar Nettspeki sem samanstendur af samræðum hennar við vini sína um hvað geti talist nett. Hún vinnur nú að nýrri stuttskífu sem kemur út einhvern tímann á næsta ári. Korter í flog - Jóhann Korter í flog er Reykvísk furðurokksveit sem blandar saman post-pönki, garage-rokki og jafnvel krautrokki í vel kryddaða súrkálskássu. Meðlimir sveitarinnar eru 6 í grunninn en á tónleikum stökkva oft ýmsir furðufuglar á svið og gera allan fjandann, allt frá því að slá í takt á ruslafötur yfir í að dansa öfgafullan óreiðutangó. Korter í flog mun gefa út tvöfalda LP plötu fyrir áramót á vegum post-dreifingar, en fyrsta plata þeirra Lög til að slá við vol. 1 kom út fyrir um ári síðan. Nýlega gaf sveitin einnig út sjónræna plötu sem ber nafnið Flog í korter og var það vókalisti sveitarinnar, Susan Creamcheese, sem gerði vídjóverkið við plötuna. Eins og áður segir komu bæði Jóhann með Korter í flog og Finna fyrir þér með k.óla út á safnskífu post-dreifingar, Drullumalli #1.DRULLUMALL 1 by Korter í flog ZÖE Auk laga þessara listamanna eru í myndinni tvö lög flutt af bandarísku tónlistarkonunni ZÖE, Zoe-Ruth Erwin réttu nafni, en hún samdi annað þeirra eftir að hafa séð ókláraða útgáfu af myndinni. Let Me Fall heitir það og heyrist yfir kreditlista myndarinnar. Hitt er ábreiða af lagi Nick Cave, Ain't Gonna Rain Anymore.Fyrrum Englaborgarbúinn Zoe er nú búsett í Reykjavík. Hún er einnig meðlimur sveitarinnar Little Red Lung.Toy Machine Að lokum eru lög með rapprokkhljómsveitinni Toy Machine, sem var stofnuð árið 1998 og lagði upp laupana 2001. Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, var trommari sveitarinnar á meðan hún starfaði. Hún rís upp frá dauðum og spilar á Airwaves hátíðinni í ár, en hún spilaði einnig á fyrstu útgáfu hátíðarinnar sem haldin var í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Baldvin hefur sett öll áðurnefnd lög saman í Spotify lagalista sem hlusta má á hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira