Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2018 21:30 Hörður Míó Ólafsson, hellabóndi í Víðgelmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00
Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15