Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 22:18 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við aðra leiðtoga ESB-ríkja í Brussel fyrr í kvöld. getty/Pier Marco Tacca Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum. Brexit Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum.
Brexit Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira