Gildandi lög gætu bæði leyft og bannað umskurð drengja Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 22:00 Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira