Bækurnar, málið og lesskilningurinn Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 17. október 2018 17:30 Í vikunni mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og því mikilvægt að spyrna við fótum með markvissum aðgerðum. Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku er liður í heildstæðri nálgun til eflingar íslenskunni. Þar er verið að mæta áskorunum úr mörgum áttum. Meðal aðgerða til að styrkja stöðu íslenskunnar, eru auk stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrirhugaður stuðningur við einkarekna fjölmiðla, aukin áhersla á íslensku í menntakerfinu og umfangsmikið átaksverkefni á sviði máltækni. Þetta eru fjölþættar aðgerðir en hér dugir heldur ekki annað. Ef takast á að tryggja að íslenskan verði áfram aðalmálið þarf samstillta vinnu margra aðila víða í þjóðfélaginu. Það er alveg ljóst að grundvöllur aðgerðanna er eindreginn vilji stjórnvalda til að tryggja framgang, þróun og framtíð íslenskrar tungu.Halla Signý Kristjánsdóttir.Læsi og lesskilningur hafa mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og um leið á samfélagið og samkeppnishæfni þess til framtíðar. Með aðgerðunum nú er verið að fylgja eftir þeirri vinnu sem lögð hefur verið á læsi í skólum. Vísbendingar eru um að sú vinna sé farin að skila árangri eins og sást í niðurstöðum Lesfimiprófanna núna í september, það er frábært. Aðgengi að fjölbreyttu og áhugaverðu lesefni er grundvallaratriði fyrir þjóð sem ætlar sér að bæta læsi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur einnig boðað stofnun nýjan barna- og unglingabókasjóðs sem hefji starfsemi á næsta ári enda hefur yngri kynslóðin bent á að auka þurfi framboð af góðum bókum. Við erum sannfærðar um að heildstæð nálgun til eflingar íslenskunni og nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku verður hvatning fyrir útgefendur og rithöfunda. Þá gleðjast bókaorma sem njóta góðs af, en umfram allt bindum við vonir við að aðgerðirnar muni skila auknum áhuga barna- og ungmenna á bókalestri og betra læsi þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og því mikilvægt að spyrna við fótum með markvissum aðgerðum. Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku er liður í heildstæðri nálgun til eflingar íslenskunni. Þar er verið að mæta áskorunum úr mörgum áttum. Meðal aðgerða til að styrkja stöðu íslenskunnar, eru auk stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrirhugaður stuðningur við einkarekna fjölmiðla, aukin áhersla á íslensku í menntakerfinu og umfangsmikið átaksverkefni á sviði máltækni. Þetta eru fjölþættar aðgerðir en hér dugir heldur ekki annað. Ef takast á að tryggja að íslenskan verði áfram aðalmálið þarf samstillta vinnu margra aðila víða í þjóðfélaginu. Það er alveg ljóst að grundvöllur aðgerðanna er eindreginn vilji stjórnvalda til að tryggja framgang, þróun og framtíð íslenskrar tungu.Halla Signý Kristjánsdóttir.Læsi og lesskilningur hafa mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og um leið á samfélagið og samkeppnishæfni þess til framtíðar. Með aðgerðunum nú er verið að fylgja eftir þeirri vinnu sem lögð hefur verið á læsi í skólum. Vísbendingar eru um að sú vinna sé farin að skila árangri eins og sást í niðurstöðum Lesfimiprófanna núna í september, það er frábært. Aðgengi að fjölbreyttu og áhugaverðu lesefni er grundvallaratriði fyrir þjóð sem ætlar sér að bæta læsi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur einnig boðað stofnun nýjan barna- og unglingabókasjóðs sem hefji starfsemi á næsta ári enda hefur yngri kynslóðin bent á að auka þurfi framboð af góðum bókum. Við erum sannfærðar um að heildstæð nálgun til eflingar íslenskunni og nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku verður hvatning fyrir útgefendur og rithöfunda. Þá gleðjast bókaorma sem njóta góðs af, en umfram allt bindum við vonir við að aðgerðirnar muni skila auknum áhuga barna- og ungmenna á bókalestri og betra læsi þjóðarinnar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar