Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 16:23 Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, (t.v.) með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Vísbendingar eru um að mennirnir sem Tyrkir segja að hafi drepið Khashoggi tengist krónprinsinum. Vísir/EPA Hópur manna sem tyrknesk yfirvöld fullyrða að hafi ráðið sádiarabískum blaðamanni bana á ræðisskrifstofu í Istanbúl tengist leyniþjónustu Sádi-Arabíu og Mohammed bin Salman, krónprinsi landsins. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist ekki hafa rætt staðreyndir málsins við konung Sádi-Arabíu á fundir þeirra í gær. Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, sádiarabísks blaðamanns og gagnrýnanda stjórnvalda í heimalandinu, frá því að hann gekk inn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir tveimur vikum. Tyrknesk yfirvöld segja að hann hafi verið myrtur á skrifstofunni og lík hans bútað niður. Hópur fimmtán manna hafi komið sérstaklega til landsins til þess að myrða Khashoggi. Tyrkir hafa birt ljósrit af vegabréfum sjö þeirra. Washington Post segir ellefu þeirra tengist sádiarabísku leyniþjónustunni. Khashoggi var pistlahöfundur fyrir blaðið en hann var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum.New York Times fullyrðir að í það minnsta einn mannanna hafi ferðast reglulega með bin Salman krónprinsi. Þrír aðrir séu hluti af lífvarðasveit prinsins. Sádar hafa fram að þessu neitað harðlega að hafa komið nokkuð nærri mögulegum dauða Khashoggi. Nú telja bandarískir embættismenn hins vegar að þeir ætli að viðurkenna ábyrgð á dauða hans með þeim fyrirvara að krónprinsinn hafi ekki haft nokkuð með hann að gera.Vilja gefa Sádum tækifæri til að ljúka rannsókn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur reynt að gera lítið úr mögulegri ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi. Leiddi hann líkur að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað hafa ráðið honum bana. Í gær kvartaði forsetinn undan því að Sádar væru álitnir „sekir þar til sakleysi þeirra væri sannað“ og vísaði þar til ásakana á hendur hæstaréttardómaraefnis hans um kynferðislegt ofbeldi. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með Salman konungi Sádi-Arabíu í gær. Eftir hann sagði ráðherrann að Sádar hefðu lofað ítarlegri rannsókn á hvarfi Khashoggi og að sá sem bæri ábyrgð á því yrði dreginn til refsingar. Gefa ætti Sádum nokkurra daga svigrúm til að ljúka rannsókninni. Þegar fréttamenn spurðu Pompeo hvort að Sádarnir hefðu sagt hvort Khashoggi væri lífs eða liðinn vildi ráðherrann ekki fara nánar út í það og virtist upplýsa að viðmælendur hans hafi ekki sagt honum margt. „Ég vil ekki tala um neinar staðreyndanna. Þeir vildu ekki ræða um þær heldur að því leyti að þeir vilja fá tækifæri til þess að ljúka þessari rannsókn á ítarlegan hátt“Asked if Saudi officials told him whether Jamal Khashoggi is alive, Sec. of State Mike Pompeo says, "I don't want to talk about any of the facts. They didn't want to either, in that they want to have the opportunity to complete this investigation." https://t.co/T1MDf6NA6b pic.twitter.com/wfKJHgnqEL— ABC News (@ABC) October 17, 2018 Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Tyrkneska lögreglan fékk að rannsaka ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem talið er að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur. 16. október 2018 11:15 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Hópur manna sem tyrknesk yfirvöld fullyrða að hafi ráðið sádiarabískum blaðamanni bana á ræðisskrifstofu í Istanbúl tengist leyniþjónustu Sádi-Arabíu og Mohammed bin Salman, krónprinsi landsins. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist ekki hafa rætt staðreyndir málsins við konung Sádi-Arabíu á fundir þeirra í gær. Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, sádiarabísks blaðamanns og gagnrýnanda stjórnvalda í heimalandinu, frá því að hann gekk inn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir tveimur vikum. Tyrknesk yfirvöld segja að hann hafi verið myrtur á skrifstofunni og lík hans bútað niður. Hópur fimmtán manna hafi komið sérstaklega til landsins til þess að myrða Khashoggi. Tyrkir hafa birt ljósrit af vegabréfum sjö þeirra. Washington Post segir ellefu þeirra tengist sádiarabísku leyniþjónustunni. Khashoggi var pistlahöfundur fyrir blaðið en hann var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum.New York Times fullyrðir að í það minnsta einn mannanna hafi ferðast reglulega með bin Salman krónprinsi. Þrír aðrir séu hluti af lífvarðasveit prinsins. Sádar hafa fram að þessu neitað harðlega að hafa komið nokkuð nærri mögulegum dauða Khashoggi. Nú telja bandarískir embættismenn hins vegar að þeir ætli að viðurkenna ábyrgð á dauða hans með þeim fyrirvara að krónprinsinn hafi ekki haft nokkuð með hann að gera.Vilja gefa Sádum tækifæri til að ljúka rannsókn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur reynt að gera lítið úr mögulegri ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi. Leiddi hann líkur að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað hafa ráðið honum bana. Í gær kvartaði forsetinn undan því að Sádar væru álitnir „sekir þar til sakleysi þeirra væri sannað“ og vísaði þar til ásakana á hendur hæstaréttardómaraefnis hans um kynferðislegt ofbeldi. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með Salman konungi Sádi-Arabíu í gær. Eftir hann sagði ráðherrann að Sádar hefðu lofað ítarlegri rannsókn á hvarfi Khashoggi og að sá sem bæri ábyrgð á því yrði dreginn til refsingar. Gefa ætti Sádum nokkurra daga svigrúm til að ljúka rannsókninni. Þegar fréttamenn spurðu Pompeo hvort að Sádarnir hefðu sagt hvort Khashoggi væri lífs eða liðinn vildi ráðherrann ekki fara nánar út í það og virtist upplýsa að viðmælendur hans hafi ekki sagt honum margt. „Ég vil ekki tala um neinar staðreyndanna. Þeir vildu ekki ræða um þær heldur að því leyti að þeir vilja fá tækifæri til þess að ljúka þessari rannsókn á ítarlegan hátt“Asked if Saudi officials told him whether Jamal Khashoggi is alive, Sec. of State Mike Pompeo says, "I don't want to talk about any of the facts. They didn't want to either, in that they want to have the opportunity to complete this investigation." https://t.co/T1MDf6NA6b pic.twitter.com/wfKJHgnqEL— ABC News (@ABC) October 17, 2018
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Tyrkneska lögreglan fékk að rannsaka ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem talið er að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur. 16. október 2018 11:15 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Tyrkneska lögreglan fékk að rannsaka ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem talið er að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur. 16. október 2018 11:15
Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20