Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 20:03 Framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“ H&M Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“
H&M Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira