Furðulegar skoðanir Guðmundur Steingrímsson skrifar 15. október 2018 08:00 Í veröldinni er enginn skortur á fáránlegum skoðunum. Eins og breski háðfuglinn Sacha Baron Cohen hefur afhjúpað í stórbrotinni þáttagerð í Bandaríkjunum undanfarið er til fólk sem er með svo stórundarlegar skoðanir að maður skilur ekki hvernig því getur mögulega verið alvara. Það hlýtur að vera að grínast. En það er ekki að grínast. Til eru stjórnmálamenn sem telja skynsamlegt að börn á leikskólaaldri beri byssur. Í þætti Cohens færa nokkrir bandarískir þingmenn rök fyrir þessari skoðun sinni. Lobbíisti fyrir réttindum byssueigenda heldur því fram að þriggja ára börn séu betri en fullorðnir í að meðhöndla byssu, því börn myndu ekki hika við að skjóta strax geðtruflað fólk sem hótaði því með skotvopni. Fullorðnir hika stundum vegna siðferðislegra álitaefna, sem er slæmt. Annar reyndist ginnkeyptur fyrir þeirri súrrealísku kenningu Cohens að íslamskir hryðjuverkamenn væru allir hræddir við homma. Því væri besta vörnin við þeim, kæmist maður í tæri við þá, að girða niðrum sig buxurnar og ota að þeim rassinum. Þetta er allt til á YouTube.Jörðin er flöt Nýlega var haldin í Bretlandi fyrsta ráðstefna fólks sem er haldið þeirri sannfæringu að jörðin sé flöt. Sú sýn, að jörðin sé hnöttur, er af þessu fólki talin vera fullkomið og augljóst bull — það hljóti hver maður að sjá — og í grunninn samsæri. Allar myndavélalinsur eru hannaðar þannig af NASA að jörðin birtist sem hnöttur á ljósmyndum. Í nýlegri blaðagrein um ráðstefnuna, skrifaðri af manneskju sem telur jörðina hnött — og er því augljóslega ekki hlutlaus — er stemmningunni lýst. Þarna var alls konar fólk. Heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, ungt fólk og ellilífeyrisþegar. Margir höfðu á orði hversu gott það væri að koma loksins saman og hittast. Í daglegu lífi þyrfti flatjarðarfólk nefnilega að fara dult með skoðanir sínar. Það væri hlegið að því og það niðurlægt. Núna gæti það verið það sjálft. Sumir voru klæddir í boli með áletruninni Flat Power. Það var sem sagt hugur í fólki. Mikill og góður andi ríkti á ráðstefnunni.Konur skemma vinnustaði Magn fáránlegra skoðana á sér engin mörk. Einungis ímyndunaraflið setur manni skorður. Leiti maður að þeirri allra fáránlegustu skoðun sem maður getur ímyndað sér á netinu, mun maður finna hana. Og um hana eru til samtök. Það er nánast pottþétt. Og minnst 10 þúsund fylgjendur á Twitter. Það er hægt að verja ævinni gapandi með hökuna niður á bringu stanslaust út af furðulegum skoðunum. Hvað á að gera í þessu? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu eða er þetta bara hluti af því að vera til og svífa um í geimnum með sjö milljörðum annarra misgáfulegra jarðarbúa? Ég hallast að því. Þetta er órjúfanlegur hluti mannlífsins. Stundum finnst manni jú ástæða til að hafa áhyggjur, sérstaklega þegar um áhrifafólk er að ræða. Í áhrifastöðum er magn furðulegra skoðana síst minna. Leiðtogi hins frjálsa heims, svokallaður, fer fremstur í flokki þessi misserin og hreinlega spúir yfir heimsbyggðina á degi hverjum kexrugluðum viðhorfum sínum. Hann og margir aðrir kollegar hans í stjórnmálastétt trúa því til dæmis ekki að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sé vá. Þeir telja að það þurfti ekki að hafa neinar sérstakar áhyggjur af hlýnun jarðar. Bara svo dæmi sé tekið. Og Trump telur líka að það sé í lagi að grípa í klofið á konum, bara sí svona og fyrirvaralaust sé maður í stuði. Og hér á Íslandi er semsagt til a.m.k. einn karl sem telur að konur eyðileggi vinnustaði. Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað.Rökræðan við rasistann Ég er ekki bjartsýnn á það, að hægt sé að berja niður skoðanir eða þagga þær niður. Margir telja til dæmis að það eigi ekki að gefa alls konar viðurstyggilegum sjónarmiðum rasista byr undir báða vængi með því að ræða þau. Betra sé að ræða þau ekki. Ég finn sterkt þessa tilhneigingu í eigin brjósti. Ég hef ríka þörf til að líta svo á að best sé að segja einfaldlega við rasista að hann eigi að hoppa upp í afturendann á sér. En á móti kemur að einhver besta rökræða sem ég hef séð í sjónvarpi var rökræða milli innflytjanda og rasista í breskum fréttaskýringaþætti. Hún var hreinasta konfekt. Innflytjandinn tók rasistann svo rosalega í bakaríið, með staðreyndum og tölum, að rasistinn var eins og reytt hæna á eftir. Síðan þá hallast ég svolítið að þessu: Í veröld fáránlegra skoðana er aðeins ein leið fær. Hún er sú að hafa trú á lýðræði, opinni umræðu, upplýsingum, staðreyndum og rökum. Semsagt: Látum Kristin standa fyrir máli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Guðmundur Steingrímsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Í veröldinni er enginn skortur á fáránlegum skoðunum. Eins og breski háðfuglinn Sacha Baron Cohen hefur afhjúpað í stórbrotinni þáttagerð í Bandaríkjunum undanfarið er til fólk sem er með svo stórundarlegar skoðanir að maður skilur ekki hvernig því getur mögulega verið alvara. Það hlýtur að vera að grínast. En það er ekki að grínast. Til eru stjórnmálamenn sem telja skynsamlegt að börn á leikskólaaldri beri byssur. Í þætti Cohens færa nokkrir bandarískir þingmenn rök fyrir þessari skoðun sinni. Lobbíisti fyrir réttindum byssueigenda heldur því fram að þriggja ára börn séu betri en fullorðnir í að meðhöndla byssu, því börn myndu ekki hika við að skjóta strax geðtruflað fólk sem hótaði því með skotvopni. Fullorðnir hika stundum vegna siðferðislegra álitaefna, sem er slæmt. Annar reyndist ginnkeyptur fyrir þeirri súrrealísku kenningu Cohens að íslamskir hryðjuverkamenn væru allir hræddir við homma. Því væri besta vörnin við þeim, kæmist maður í tæri við þá, að girða niðrum sig buxurnar og ota að þeim rassinum. Þetta er allt til á YouTube.Jörðin er flöt Nýlega var haldin í Bretlandi fyrsta ráðstefna fólks sem er haldið þeirri sannfæringu að jörðin sé flöt. Sú sýn, að jörðin sé hnöttur, er af þessu fólki talin vera fullkomið og augljóst bull — það hljóti hver maður að sjá — og í grunninn samsæri. Allar myndavélalinsur eru hannaðar þannig af NASA að jörðin birtist sem hnöttur á ljósmyndum. Í nýlegri blaðagrein um ráðstefnuna, skrifaðri af manneskju sem telur jörðina hnött — og er því augljóslega ekki hlutlaus — er stemmningunni lýst. Þarna var alls konar fólk. Heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, ungt fólk og ellilífeyrisþegar. Margir höfðu á orði hversu gott það væri að koma loksins saman og hittast. Í daglegu lífi þyrfti flatjarðarfólk nefnilega að fara dult með skoðanir sínar. Það væri hlegið að því og það niðurlægt. Núna gæti það verið það sjálft. Sumir voru klæddir í boli með áletruninni Flat Power. Það var sem sagt hugur í fólki. Mikill og góður andi ríkti á ráðstefnunni.Konur skemma vinnustaði Magn fáránlegra skoðana á sér engin mörk. Einungis ímyndunaraflið setur manni skorður. Leiti maður að þeirri allra fáránlegustu skoðun sem maður getur ímyndað sér á netinu, mun maður finna hana. Og um hana eru til samtök. Það er nánast pottþétt. Og minnst 10 þúsund fylgjendur á Twitter. Það er hægt að verja ævinni gapandi með hökuna niður á bringu stanslaust út af furðulegum skoðunum. Hvað á að gera í þessu? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu eða er þetta bara hluti af því að vera til og svífa um í geimnum með sjö milljörðum annarra misgáfulegra jarðarbúa? Ég hallast að því. Þetta er órjúfanlegur hluti mannlífsins. Stundum finnst manni jú ástæða til að hafa áhyggjur, sérstaklega þegar um áhrifafólk er að ræða. Í áhrifastöðum er magn furðulegra skoðana síst minna. Leiðtogi hins frjálsa heims, svokallaður, fer fremstur í flokki þessi misserin og hreinlega spúir yfir heimsbyggðina á degi hverjum kexrugluðum viðhorfum sínum. Hann og margir aðrir kollegar hans í stjórnmálastétt trúa því til dæmis ekki að magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sé vá. Þeir telja að það þurfti ekki að hafa neinar sérstakar áhyggjur af hlýnun jarðar. Bara svo dæmi sé tekið. Og Trump telur líka að það sé í lagi að grípa í klofið á konum, bara sí svona og fyrirvaralaust sé maður í stuði. Og hér á Íslandi er semsagt til a.m.k. einn karl sem telur að konur eyðileggi vinnustaði. Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað.Rökræðan við rasistann Ég er ekki bjartsýnn á það, að hægt sé að berja niður skoðanir eða þagga þær niður. Margir telja til dæmis að það eigi ekki að gefa alls konar viðurstyggilegum sjónarmiðum rasista byr undir báða vængi með því að ræða þau. Betra sé að ræða þau ekki. Ég finn sterkt þessa tilhneigingu í eigin brjósti. Ég hef ríka þörf til að líta svo á að best sé að segja einfaldlega við rasista að hann eigi að hoppa upp í afturendann á sér. En á móti kemur að einhver besta rökræða sem ég hef séð í sjónvarpi var rökræða milli innflytjanda og rasista í breskum fréttaskýringaþætti. Hún var hreinasta konfekt. Innflytjandinn tók rasistann svo rosalega í bakaríið, með staðreyndum og tölum, að rasistinn var eins og reytt hæna á eftir. Síðan þá hallast ég svolítið að þessu: Í veröld fáránlegra skoðana er aðeins ein leið fær. Hún er sú að hafa trú á lýðræði, opinni umræðu, upplýsingum, staðreyndum og rökum. Semsagt: Látum Kristin standa fyrir máli sínu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun