Nauðsynleg styrking innviða Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2018 07:30 Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun