Brunson kominn aftur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 19:42 Brunson biður fyrir Trump í Hvíta húsinu. AP/Jacquelyn Martin Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira