Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 07:00 Rífleg framúrkeyrsla og undarlegir kostnaðarliðir við að gera upp braggann í Nauthólsvík hefur verið mikið til umræðu. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent