Hamrén: Vonandi fá strákarnir fullan völl á mánudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2018 21:29 Erik Hamrén. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira