Græðgi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. október 2018 07:00 Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. Sjálfsagt þótti að taka vel á móti ókunnugum, jafnvel á bæjum þar sem lítið var til skiptanna. Ekki var sérstaklega hugsað um að rukka viðkomandi hraustlega, enda sæmdi það ekki hugsuninni um hina íslensku gestrisni, sem landsmenn sjálfir voru svo stoltir af. Nú er öldin önnur, eins og sést jafnt í stóru sem smáu. Um leið og sést glitta í útlending kviknar samstundis sú hugsun í huga fjölmargra hvernig hægt sé að græða á honum. Til þess eru vissulega margar aðferðir. Undanfarið hafa birst átakanlegar sögur af illri meðferð á erlendu verkafólki. Fólkið er ekki bara látið þræla í vinnu heldur er beinlínis lagt upp úr því að snuða það um laun á allan mögulegan hátt. Þegar forsvarsmenn fyrirtækja sem þetta stunda standa eftir sjónvarpsþátt berstrípaðir frammi fyrir alþjóð með svikastimpil framan á sér þá er þeim vitanlega brugðið. Þetta er ekki auglýsing sem nokkur fyrirtækjaeigandi sækist eftir. Fulltrúar fyrirtækjanna vita að umfjöllunin hefur valdið þeim stórskaða. Þeir hefðu betur mátt huga að því í upphafi, áður en þeir fóru að níðast á erlendu verkafólki. Illt er svo að ekki hafi hvarflað að þeim sú hugsun að starfa í anda hugmyndarinnar um íslenska gestrisni þar sem vel er tekið á móti ókunnum gestum. En þá er vissulega verið að fara fram á mikið, svo miklu meira en fulltrúar þessara fyrirtækja virðast færir um. Hinir erlendu ferðamenn sem hingað til lands koma í stórum stíl eru blessunarlega, ólíkt fjölda erlendra verkamanna hér á landi, vel settir. Þeir kunna yfirleitt afar vel við sig og finnst landið bæði fagurt og frítt. Líklegra er þó en ekki að þeir verði fórnarlömb þess okurs sem hér viðgengst, til dæmis í verðlagi á hótelum og veitingahúsum. Einhverjir falla í þá gildru að kaupa sér hamborgara á 4.900 krónur þótt aðrir séu líklegir til að leggja hið snarasta á flótta frá þeim sölustað. Verðlag í ætt við þetta er ekki hægt að skrifa á hátt gengi krónunnar heldur stafar það af okri sem tíðkast ansi víða, þótt fulltrúar ferðaþjónustunnar séu merkilega tregir til að viðurkenna það. Óskandi er að þeir ranki við sér. Reyndar er engu líkara en þeir séu í fullkominni afneitun þegar orðið „okur“ er nefnt. Allavega raula þeir stöðugt sama sönginn um hátt gengi krónunnar. Gróðasjónarmiðin eru of ríkjandi innan ferðaþjónustunnar þar sem stöðugt er kvartað undan því að túristar séu upp til hópa ekki nógu ríkir og skilji ekki eftir sig nægilega mikinn gjaldeyri. Sumir þeirra leyfa sér jafnvel að ferðast á puttanum og versla í Bónus, sem þykir víst ekki fínt. „Græðgi virkar,“ sagði Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street. Hún virkar á þann hátt að einhver græðir á kostnað annarra. Sá sem einblínir á gróða hefur ekki mikið rými til að sýna öðrum gestrisni. Hann græðir nefnilega ekkert á því. Og græðgin þykir svo miklu betri en gestrisni sem skilar engu í kassann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. Sjálfsagt þótti að taka vel á móti ókunnugum, jafnvel á bæjum þar sem lítið var til skiptanna. Ekki var sérstaklega hugsað um að rukka viðkomandi hraustlega, enda sæmdi það ekki hugsuninni um hina íslensku gestrisni, sem landsmenn sjálfir voru svo stoltir af. Nú er öldin önnur, eins og sést jafnt í stóru sem smáu. Um leið og sést glitta í útlending kviknar samstundis sú hugsun í huga fjölmargra hvernig hægt sé að græða á honum. Til þess eru vissulega margar aðferðir. Undanfarið hafa birst átakanlegar sögur af illri meðferð á erlendu verkafólki. Fólkið er ekki bara látið þræla í vinnu heldur er beinlínis lagt upp úr því að snuða það um laun á allan mögulegan hátt. Þegar forsvarsmenn fyrirtækja sem þetta stunda standa eftir sjónvarpsþátt berstrípaðir frammi fyrir alþjóð með svikastimpil framan á sér þá er þeim vitanlega brugðið. Þetta er ekki auglýsing sem nokkur fyrirtækjaeigandi sækist eftir. Fulltrúar fyrirtækjanna vita að umfjöllunin hefur valdið þeim stórskaða. Þeir hefðu betur mátt huga að því í upphafi, áður en þeir fóru að níðast á erlendu verkafólki. Illt er svo að ekki hafi hvarflað að þeim sú hugsun að starfa í anda hugmyndarinnar um íslenska gestrisni þar sem vel er tekið á móti ókunnum gestum. En þá er vissulega verið að fara fram á mikið, svo miklu meira en fulltrúar þessara fyrirtækja virðast færir um. Hinir erlendu ferðamenn sem hingað til lands koma í stórum stíl eru blessunarlega, ólíkt fjölda erlendra verkamanna hér á landi, vel settir. Þeir kunna yfirleitt afar vel við sig og finnst landið bæði fagurt og frítt. Líklegra er þó en ekki að þeir verði fórnarlömb þess okurs sem hér viðgengst, til dæmis í verðlagi á hótelum og veitingahúsum. Einhverjir falla í þá gildru að kaupa sér hamborgara á 4.900 krónur þótt aðrir séu líklegir til að leggja hið snarasta á flótta frá þeim sölustað. Verðlag í ætt við þetta er ekki hægt að skrifa á hátt gengi krónunnar heldur stafar það af okri sem tíðkast ansi víða, þótt fulltrúar ferðaþjónustunnar séu merkilega tregir til að viðurkenna það. Óskandi er að þeir ranki við sér. Reyndar er engu líkara en þeir séu í fullkominni afneitun þegar orðið „okur“ er nefnt. Allavega raula þeir stöðugt sama sönginn um hátt gengi krónunnar. Gróðasjónarmiðin eru of ríkjandi innan ferðaþjónustunnar þar sem stöðugt er kvartað undan því að túristar séu upp til hópa ekki nógu ríkir og skilji ekki eftir sig nægilega mikinn gjaldeyri. Sumir þeirra leyfa sér jafnvel að ferðast á puttanum og versla í Bónus, sem þykir víst ekki fínt. „Græðgi virkar,“ sagði Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street. Hún virkar á þann hátt að einhver græðir á kostnað annarra. Sá sem einblínir á gróða hefur ekki mikið rými til að sýna öðrum gestrisni. Hann græðir nefnilega ekkert á því. Og græðgin þykir svo miklu betri en gestrisni sem skilar engu í kassann.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun