Tekur oft lengri tíma að vinna með varnarleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2018 10:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira