Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 11:30 Hér má sjá flugferil vélarinnar í aðdraganda lendingarinnar. Mynd/Flightradar24/Harrison Hove Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08