Ég er pólitískur fangi á Spáni Jordi Cuixart skrifar 30. október 2018 07:00 Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hef ég verið læstur inni í fangaklefa og horft upp á himininn í gegnum rimla. Undanfarið ár hef ég einungis fengið að sjá átján mánaða gamlan son minn í nokkrar klukkustundir á hverjum mánuði. Undanfarið ár hef ég ekki fengið að hafa farsíma eða netsamband. Undanfarið ár hef ég þurft að fylgjast með fyrirtæki mínu úr fjarska. Undanfarið ár hef ég verið í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, meira að segja án réttarhalda, fyrir að hafa staðið vörð um grundvallarréttindi borgara lýðræðisríkis á borð við tjáningarfrelsið og frelsi til mótmæla. Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkisstjórnarinnar. Ef Spánn er lýðræðisríki, hvernig er þetta þá mögulegt? Hvernig getur ríkið haldið pólitískum föngum fyrst harðstjórn Francos á að hafa liðið undir lok fyrir meira en fjörutíu árum? Við þessum spurningum er ekkert einfalt svar. Spánn glímir nú við gríðarlegt pólitískt vandamál varðandi málefni Katalóníu. En Spánn virðist ekki geta tekist á við vandamálið á þá einu mögulegu leið sem nútímalýðræðisríki hafa, sem er að leysa málið á sviði stjórnmálanna. Þess í stað reyna þau að leysa málið með lögreglu og dómurum en átta sig ekki á því að það gerir vandann bara stærri. Ef áttatíu prósent nokkurrar þjóðar segjast vilja greiða atkvæði um stjórnmálalega framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og er tilfellið í Katalóníu, geturðu ekki þóst ekki heyra ákallið. Þegar Kanada og Bretland hlustuðu á slík áköll ákváðu ríkin að semja við Quebec og Skotland um slíkar atkvæðagreiðslur. Þegar tvær milljónir Katalóna lögðu leið sína á kjörstað, líkt og gerðist þann 1. október á síðasta ári, sendirðu ekki spænska lögregluþjóna til þess að lemja á friðsælu fólki. Og ef þú vilt að ríki þitt sé álitið réttarríki sendirðu ekki saklaust fólk í fangelsi eða útlegð, líkt og gerist nú á Spáni. Þegar ég var handtekinn fyrir ári var ég sakaður um uppreisnaráróður fyrir að hafa klifrað upp á spænskan lögreglubíl (með leyfi lögregluþjónanna) og var því haldið fram að ég hefði gert það til þess að hvetja friðsamlega mótmælendur í Barcelona, sem ég var að reyna að fá til að tvístrast, til þess að beita ofbeldi. Þegar myndbönd birtust sem sýndu að ég væri að biðja mótmælendur um að fara heim breytti spænska ríkisstjórnin sökunum úr uppreisnaráróðri í uppreisn gegn spænska ríkinu. Nú er ég sakaður um að hafa hvatt fólk til þátttöku í atkvæðagreiðslu 1. október 2017 og til þess að hvetja fólk til þess að hindra för spænskra lögreglubíla á kjörstaði, þar sem þeir reyndu að stöðva atkvæðagreiðsluna með ofbeldi. Rangar sakargiftir Báðar sakargiftir eru rangar og án nokkurra sönnunargagna. Þetta er farsi. Þegar réttarhöld mín hefjast mun reynast afar erfitt að halda ákæru fyrir uppreisn á lofti. Ef ég er sakfelldur mun ég áfrýja málinu áfram til dómskerfis Evrópusambandsins. Spánn hefur nú þegar séð að hvorki Þýskaland, Bretland né Belgía hafa samþykkt evrópskar handtökuskipanir þeirra og beiðnir um framsal útlægra meðlima katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem eru á flótta undan sambærilegum ákærum, vegna þess að dómarar þeirra ríkja sáu að ákærurnar væru án grundvallar í spænskum lögum. Er Spánn eina ríkið sem vill ekki viðurkenna að eina ofbeldið sem átti sér stað í Katalóníu var á ábyrgð þeirra eigin lögreglumanna, sem börðu á friðsamlegum kjósendum um gjörvalla Katalóníu, ofbeldi sem mátti sjá á sjónvarpsstöðvum og forsíðum dagblaða um allan heim? Er virkilega svo erfitt að skilja að kjörseðlar og kjörkassar eru ekki hættuleg vopn í lýðræðisríki? Spánn lagði leið sína niður hættulegan stíg fyrir nokkrum árum. Leið sem felst í því að þrengja að réttindum einstaklingsins og almennra mannréttinda og er þessi aðför nú komin að þolmörkum. Evrópusambandið einblínir á Pólland og Ungverjaland í tengslum við slík mál en ætti líka að horfa gagnrýnum augum á vaxandi lýðræðisvanda Spánar. Um nokkurt skeið hafa ekki einungis sjálfstæðissinnar í Katalóníu verið sóttir til saka fyrir að nýta frelsi sitt heldur hefur Spánn einnig lokað á vefsíður og dagblöð, jafnvel sakfellt listamenn og brúðuleikara fyrir listaverk sín. „Katalóníukrísan“ hefur verið of lengi í sjálfheldu. Þetta er áríðandi vandamál sem krefst pólitískrar lausnar. Sjö leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar eru í útlegð, meðal annars héraðsforsetinn Carles Puigdemont, og níu okkar eru í fangelsi. Okkur er haldið án lausnar gegn tryggingu eða réttarhalda. Erlendir stjórnmálamenn úr öllum hreyfingum, friðarverðlaunahafar Nóbels, Amnesty International og Mannréttindavaktin hafa öll gagnrýnt ástandið, kallað eftir viðræðum og því að við verðum leyst úr haldi. Fyrst árangur virðist ómögulegur hjá spænsku ríkisstjórninni er kannski tími til kominn að alþjóðlegir aðilar miðli málum og Evrópusambandið eða ríkisstjórn evrópsks ríkis spili þar hlutverk. Það er einfaldlega ekki rétt að á Spáni 21. aldarinnar, eða í nokkru Evrópuríki, skuli vera til pólitískir fangar á borð við mig.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun