Fólk sem gerir ómerkilega hluti Haukur Örn Birgisson skrifar 30. október 2018 07:00 Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Áður fyrr voru samskipti kynjanna einfaldari og maður hafði færri leiðir til að tjá sig. Ef enginn svaraði í heimasímann þá prófaði maður bara aftur daginn eftir. Smáskilaboðin voru skrifuð á miða, sem var svo látinn ganga um kennslustofuna. Ástarbréfinu var laumað ofan í skólatöskuna og kveðjunni var svo fylgt eftir í útvarpinu um kvöldið. Þótt samfélagsmiðlar hafi að mörgu leyti fært okkur nær hvert öðru þá hafa þeir einnig kynt undir ágreiningi og verið gróðrarstía hatrammra orðaskipta. Ég er ekki frá því að með tilkomu þeirra hafi samskipti fólks hreinlega beðið skipbrot. Sérstakar spjallsíður eru nú settar upp í þeim eina tilgangi að hæðast að hinu kyninu og svívirðingunum er gefinn laus taumurinn. Af umræðunum er ekki annað að sjá en til séu tvær tegundir fólks – karlar og konur. Þetta eru svarnir andstæðingar sem heyja blóðuga baráttu á hverjum degi – allir skulu berjast áfram þar til annað kynið stendur eftir, sigri hrósandi. Ég velti því fyrir mér hvort fólkinu, sem þarna kemur saman, finnist hegðun sín vera til eftirbreytni. Hvort það telji sig vera fyrirmyndir barna sinna – sem er alltaf fínn mælikvarði á eigin hegðun. Í minningunni voru samskipti fólks vandaðri og ég minnist þess ekki að fólk hafi haft sömu þörf fyrir að koma rætinni hugsun á framfæri. Ef maður hafði ekkert gott að segja þá sleppti maður því bara. Það nennti enginn að leggja sig fram við að svívirða aðra. Ekki veit ég hvort þessu fólki hefur fjölgað eða hvort samfélagsmiðlarnir hafa kallað það fram úr fylgsnum sínum. Hvort sem er, þá er þetta fólk ekki að gera merkilega hluti.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun