Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2018 08:00 Forsætisnefnd Alþingis mun ræða beiðni um rannsókn á akstursgreiðslum á næsta fundi sínum. Fréttablaðið/Stefán Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira