Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 21:06 Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér. Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FA.Sjá einnig: Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Erindið er sent Samkeppniseftirlitinu í framhaldi af kvörtunum nokkurra félagsmanna FA. Vísað er til þess að þegar auglýst var eftir rekstraraðila fyrir veitinga- og matarmarkað á Hlemmi árið 2015 var tekið fram í auglýsingu að samið yrði „nánar um leigu fyrir húsið á grundvelli markaðsleigu á nærliggjandi svæði og mögulegan kostnað við breytingar á húsnæðinu.“Virðast leigja á þriðjungi markaðsleigu Samkvæmt upplýsingum sem FA fékk frá Reykjavíkurborg var leigan á húsnæðinu miðað við verðlag í október 2018 kr. 1.209.254 á mánuði eða kr. 14.511.049 á ársgrundvelli. Samkvæmt leigusamningnum er hið leigða húsnæði 529 fm og leiguverð á fermetra því tæpar 2.300 krónur. Í tilkynningu segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem FA hafi aflað sér sé markaðsleiga í nágrenni Mathallarinnar að jafnaði um þreföld sú fjárhæð sem leigusamningur um mathöllina kveður á um. „Virðist rekstraraðili mathallarinnar þannig fá húsnæðið til leigu á þriðjungi markaðsleigu, þvert á þau áform sem fram komu í auglýsingu borgarinnar frá 12. júní 2015, auk heimildar til framleigu,“ segir í erindi FA til Samkeppniseftirlitsins. Geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði Þá hefur komið fram að áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir. Í erindi FA segir að ljóst sé að hið umsamda leiguverð geti ekki með nokkrum hætti staðið undir kostnaði borgarinnar við framangreindar framkvæmdir. „Óhætt mun að fullyrða að ekkert leigufélag á almennum markaði hefði getað leyft sér slíkan framúrakstur í kostnaði vegna framkvæmda, a.m.k. ekki án þess að taka upp leigusamninga,“ segir jafnframt í erindinu. Sjá einnig: Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. „FA fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að taka til skoðunar hvort leigusamningur Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. raski samkeppni. Stofnunin beini eftir atvikum tilmælum til borgarinnar um úrbætur.“ Erindi FA til Samkeppniseftirlitsins má nálgast í heild hér.
Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Tengdar fréttir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45 Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með Frumkostnaðaráætlun hljóðaði upp á 107 milljónir króna en heildarkostnaður við að koma upp Mathöllinni hljóðar nú upp á 308 milljónir króna. 5. júlí 2018 21:45
Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Stefna á opnun fyrir lok árs. 15. október 2018 22:10
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00