Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.
Sjá einnig: Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir
Demókratar vonast til þess að geta notað fulltrúadeildina til að halda aftur af Donald Trump, forseta, og til þess að rannsaka umdeild mál ríkisstjórnar hans og viðskipta hans í gegnum árin.
Neðst í fréttinni má sjá kosningavakt Vísis. Hér að neðan má sjá beina útsendingu CBS News þar sem fylgst verður með kosningunum.
Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum.
Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata.
Sjá einnig: Sex kosningabaráttur til að fylgjast með
Vísir mun halda úti vakt í nótt þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum í kosningunum, tölum og öðru. Vaktina má sjá að neðan.