Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2018 20:47 Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“ Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“
Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira