Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 17:38 Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi fyrir mánuði síðan. Morðið á blaðamanninum hefur vakið mikla athygli og reiði innan alþjóðasamfélagsins. Vísir/Getty Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið „leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. Yasin Aktay, talsmaður Tyrklandsforseta og embættismaður innan stjórnarflokks Tyrklands hélt þessu fram í viðtali við tyrkneska blaðið Hurriyet í dag.Sjá einnig: Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ „Við sjáum núna að það [líkið] var ekki bara skorið niður, árásarmennirnir losuðu sig við líkið með því að leysa það upp. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem við höfum undir höndum var líkið bútað niður svo auðveldara væri að leysa það upp. Þeir vildu ekki skilja eftir sig neinar líkamsleifar,“ sagði Aktay, sem var vinur Khashoggi, samkvæmt frétt Guardian. „Að myrða saklausa manneskju er einn glæpur, en meðferðin sem líkið fékk er annar glæpur og vanvirðing.“Sérfræðingar draga kenninguna í efaUmmæli Aktay eru þau fyrstu opinberu af hálfu tyrkneskra stjórnvalda er snúa að afdrifum líkamsleifa Khashoggi. Þá hafa tyrkneskir rannsakendur málsins reynt að skera úr um hvort mögulegt sé að líkið hafi verið leyst upp í sýru í húsi ræðismanns Sáda, skammt frá skrifstofunni hvar Khashoggi var myrtur. Þó hafa réttarmeinafræðingar dregið fullyrðingar Tyrkja í efa og bent á að það getur tekið mánuði að leysa upp líkamsleifar manna í sýru. Erlent Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið „leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. Yasin Aktay, talsmaður Tyrklandsforseta og embættismaður innan stjórnarflokks Tyrklands hélt þessu fram í viðtali við tyrkneska blaðið Hurriyet í dag.Sjá einnig: Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ „Við sjáum núna að það [líkið] var ekki bara skorið niður, árásarmennirnir losuðu sig við líkið með því að leysa það upp. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem við höfum undir höndum var líkið bútað niður svo auðveldara væri að leysa það upp. Þeir vildu ekki skilja eftir sig neinar líkamsleifar,“ sagði Aktay, sem var vinur Khashoggi, samkvæmt frétt Guardian. „Að myrða saklausa manneskju er einn glæpur, en meðferðin sem líkið fékk er annar glæpur og vanvirðing.“Sérfræðingar draga kenninguna í efaUmmæli Aktay eru þau fyrstu opinberu af hálfu tyrkneskra stjórnvalda er snúa að afdrifum líkamsleifa Khashoggi. Þá hafa tyrkneskir rannsakendur málsins reynt að skera úr um hvort mögulegt sé að líkið hafi verið leyst upp í sýru í húsi ræðismanns Sáda, skammt frá skrifstofunni hvar Khashoggi var myrtur. Þó hafa réttarmeinafræðingar dregið fullyrðingar Tyrkja í efa og bent á að það getur tekið mánuði að leysa upp líkamsleifar manna í sýru.
Erlent Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00