Ástrali í fangelsi fyrir að hvetja eiginkonuna til sjálfsvígs Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 13:18 Graham Morant mætir fyrir dómara í Brisbane. EPA-EFE Dómstóll í Brisbane í Ástralíu hefur dæmt 69 ára karlmann, Graham Morant, í tíu ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína að svipta sig lífi, í þeim tilgangi að leysa út líftryggingu hennar. Eiginkona mannsins, Jennifer Morant, þjáðist af krónískum bakverk, þunglyndi og kvíða og fannst látin í bíl sínum í nóvember 2014. Við hlið hennar var miði þar sem hún bað um að endurlífgun yrði ekki reynd. Líftryggingin rann að fullu til eiginmannsins, alls um 120 milljónir króna. Í dómi kom fram að eiginmaðurinn hafi keypt búnað til verksins í járnvöruverslun og síðan hvatt eiginkonu sína til að binda enda á líf sitt. „Þú misnotaðir veika og þunglynda konu. Þú gafst henni ráðleggingar og aðstoð til að svipta sig lífi þannig að þú gætir komist yfir peninginn,“ sagði dómarinn Peter Davis þegar hann kvað upp dóminn.Hugðist stofna trúfélag Graham Morant á að hafa haft í hyggju að stofna trúfélag fyrir peninginn og sagt eiginkonu sinni, sem þá var 56 ára gömul, að guð þætti það ekki vera synd, myndi hún kjósa að fara þá leið að fremja sjálfsvíg. Dómarinn sagði að Graham Morant hafi ekki sýnt neina iðrun. Hann getur fyrst sótt um reynslulausn árið 2023.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Eyjaálfa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Dómstóll í Brisbane í Ástralíu hefur dæmt 69 ára karlmann, Graham Morant, í tíu ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína að svipta sig lífi, í þeim tilgangi að leysa út líftryggingu hennar. Eiginkona mannsins, Jennifer Morant, þjáðist af krónískum bakverk, þunglyndi og kvíða og fannst látin í bíl sínum í nóvember 2014. Við hlið hennar var miði þar sem hún bað um að endurlífgun yrði ekki reynd. Líftryggingin rann að fullu til eiginmannsins, alls um 120 milljónir króna. Í dómi kom fram að eiginmaðurinn hafi keypt búnað til verksins í járnvöruverslun og síðan hvatt eiginkonu sína til að binda enda á líf sitt. „Þú misnotaðir veika og þunglynda konu. Þú gafst henni ráðleggingar og aðstoð til að svipta sig lífi þannig að þú gætir komist yfir peninginn,“ sagði dómarinn Peter Davis þegar hann kvað upp dóminn.Hugðist stofna trúfélag Graham Morant á að hafa haft í hyggju að stofna trúfélag fyrir peninginn og sagt eiginkonu sinni, sem þá var 56 ára gömul, að guð þætti það ekki vera synd, myndi hún kjósa að fara þá leið að fremja sjálfsvíg. Dómarinn sagði að Graham Morant hafi ekki sýnt neina iðrun. Hann getur fyrst sótt um reynslulausn árið 2023.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Eyjaálfa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira