Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun