Leigjendur Brynju fengu greiddar húsaleigubæturnar Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 18:05 Brynja er hússjóður Öryrkjabandalagsins. vísir/vilhelm Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51
Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00