Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 16:26 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. EPA/WILL OLIVER Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira