Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00