Fá fræðslu um samskipti kynjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 13:00 Ætla má að Reykjavíkurborg þjónusti um 450 umsækjendur um alþjóðlega vernd á þessu ári. Vísir/Vilhelm Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira