Eldarnir kviknuðu á fimmtudag og geysa bæði í norðri og suðri í ríkinu. Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt. Hvassir vindar og miklir þurrkar hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.
„Nú áætlum við að það séu um þúsund hektarar og fari stækkandi. Mikill fjöldi bygginga hefur tapast. Við getum ekki gefið upp tölur á þessari stundu. Eins og þið sjáið hefur lægt en það gefur slökkviliðinu tækifæri til að hvíla sig í nótt og halda áfram að verja byggingar,“ segir Daryl Osby, slökkviliðsstjóri í Los Angeles.
Að minnsta kosti níu eru látnir en allir fundist þeir í eða við bíla sína eftir að hafa reyna að flýja undan eldinum. Þá er að minnsta kosti 35 saknað. Hundrað og fimmtíu þúsund var gert að yfirgefa heimili sín í norðurhluta ríkisins og allt að tvö hundruð þúsund í suðurhlutanum. Meðal annars við strendur Malibú þar sem margar þekkar Hollywood stjörnur eiga heimili.

„Við búumst aftur við roki á sunnudaginn svo það verður ekkert hlé á baráttunni við eldinn. En ég get sagt ykkur að slökkviliðsmennirnir og viðbragðsaðilarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja mannslíf, eignir og umhverfið á þessu svæði,“ segir Daryl.
Skógareldarnir sem geysa eru að minnsta kosti fjórtán. Lögreglustjórinn í Norður Kaliforníu segir að eldarnir nú og aðstæðurnar séu þær verstu sem orðið hafa á svæðinu sem ekki sér fyrir endann á.
„Þessi atburður varð eins og hann gat orðið verstur. Þetta er atburður sem við höfum óttast lengi og í gegnum tíðina höfum við unnið að því hörðum höndum að þróa áætlun um brottflutning fólks við þessar aðstæður,“ segir Kory L. Honea, lögreglustjóri í Norður Kaliforníu.