Bjarni og heimilisbókhaldið Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Waitrose heitir breskur stórmarkaður þar sem miðaldra millistéttarfólk kaupir sér lífrænan elixír – hummus, avókadó, djús úr granateplum, hveitigrasi og mórölsku yfirlæti – á uppsprengdu verði. Verslunin gefur auk þess út vinsælt tímarit um mat. Nýverið sagði ritstjóri Waitrose Food tímaritsins brandara um grænmetisætur. William Sitwell sagðist orðinn svo leiður á jurtaætum að hann lagði til að þeim yrði slátrað. Ekki leið á löngu uns internetið slátraði ritstjóranum. Sitwell sagði af sér vegna brandarans. Ástæður afsagna eru jafnfjölbreyttar og mennirnir eru margir. Linus Torvalds er finnskur tölvunarfræðingur og stórstjarna í tækniheiminum en hann er upphafsmaður stýrikerfisins Linux sem knýr áfram stóran hluta internetsins og alla Android-síma veraldar. Í september síðastliðnum steig Torvalds til hliðar sem aðalforritari Linux. Ástæðan: Hann hagaði sér eins og fífl. Torvalds, sem trúði ekki á kurteisi, var þekktur fyrir að ausa óhróðri yfir samforritara sína ef þeir stóðu ekki í stykkinu: „Farðu og stútaðu þér; heimurinn væri betri án þín,“ tjáði hann einum. „Haltu f****** kjafti,“ sagði hann við annan. Torvalds sneri aftur til vinnu um mánaðamótin, breyttur maður með siðareglur fyrir Linux-samsteypuna í farteskinu. Sumir snúa aftur oftar en einu sinni. Peter Mandelson var þingmaður breska Verkamannaflokksins á árunum 1992-2004. Árið 1998 sagði Mandelson af sér sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair er upp komst að hann hefði þegið 373.000 punda leyni-lán frá pólitískum samflokksmanni til að kaupa sér hús í auðkýfingahverfinu Notting Hill í London. Tíu mánuðum síðar sneri hann aftur sem Norður-Írlandsmálaráðherra. En árið 2001 sagði hann aftur af sér embætti, að þessu sinni vegna ásakana um að hafa hlutast til um að indverskur viðskiptajöfur fengi breskan ríkisborgararétt. Mandelson sem gjarnan hefur verið kallaður myrkrahöfðingi breskra stjórnmála er sannarlega eins og afturgengin teflonpanna því árið 2008 komst hann enn á ný í ríkisstjórn er Gordon Brown gerði hann að viðskiptaráðherra. „Allt er þegar þrennt er,“ var haft eftir myrkrahöfðingjanum sleipa. En ekki heppnast allar afsagnir. Í upphafi þessa árs mætti Michael Bates, barón sem á sæti í lávarðadeild breska þingsins, nokkrum mínútum of seint til þingfundar. Bates átti að sitja fyrir svörum um launaójöfnuð en þar sem hann var ekki kominn leysti kollegi hans hann af hólmi. Bates var svo miður sín yfir að hafa mætt of seint í vinnuna að hann stóð upp í þingsal, sagðist skammast sín fyrir hegðun sína og sagði af sér á staðnum. Forsætisráðherra neitaði hins vegar að taka uppsögnina gilda. Bates situr því enn.Vængstýfð af von Ástæður fyrir afsögnum eru margar. Þær eru einnig margar ástæður þess að menn segja ekki af sér – nánar tiltekið 130.000.000.000. Fjölmiðillinn Stundin hefur undanfarið fjallað um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í aðdraganda hrunsins 2008. Greinir Stundin frá því að fyrirtæki sem Bjarni kom að fyrir hönd fjölskyldu sinnar hafi fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Lélegur brandari; almennur dónaskapur; pólitísk myrkraverk; skróp í vinnuna. Allt eru þetta ástæður afsagna. 130 milljarða afskriftir á vakt ráðherra – ekki samgönguráðherra, ekki utanríkisráðherra, ekki kökuskreytingaráðherra, heldur ráðherra fjármála – veldur hins vegar ekki einu sinni fjaðrafoki. En hvað um það. Við höldum okkar striki, vængstýfð af von um að senn komi röðin að okkur að beintengjast banka með slöngu í æð, önnum kafin í algleymi hversdagsins, umvafin þeirri hugljúfu en svolítið yfirþyrmandi vissu að það eru 44 dagar til jóla og þessar sörur baka sig ekki sjálfar. Kannski að Bjarni kíki í heimsókn og sáldri yfir þær smá sykurskrauti – en best að hleypa honum þó ekki í heimilisbókhaldið.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun