Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 18:32 Karl Gauti þegar hann kom til fundar stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins nú síðdegis. Vísir/VIlhelm Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01