Samruni Haga og Olís samþykktur Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 17:39 Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag að skilyrði sem það setti fyrir samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV hefðu verið uppfyllt. Hagar greiða 10,6 milljarða króna fyrir Olís og DGV en samþykki Samkeppniseftirlitsins voru háð skilyrðum sem var ætlað að ryðja samkeppnishindrunum úr vegi. Um eitt og hálft ár er liðið frá því að kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir. Hagar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í september. Hún fól meðal annars í sér að Hagar þurftu að selja þrjár dagvöruverslanir sínar, dagvöruhluta verslunar Olís í Stykkishólmi og fimm eldsneytisstöðvar Olís. Skilyrði var um að hæfur kaupandi fyndist að eignunum sem væri líklegur til að veita Högum samkeppni. Hagar sömdu í kjölfarið við Atlantsolíu um kaup á eldsneytisstöðvunum og við Ísborg ehf. um kaup á dagvöruverslununum. Að undangenginni frekari athugun féllst Samkeppniseftirlitið á að Atlantsolía uppfyllti skilyrði sáttarinnar en óskað var frekari gagna vegna Ísborgar. Í kjölfar þeirrar athugunar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ísborg uppfyllti ekki kröfur um hæfi kaupanda eignanna. Ástæðan var meðal annars efasemdir um Ísborg væri óháð Högum, einkum vegna tengsla fyrirsvarsmanns Ísborgar við óbeinan hluthafa í Högum. Að mati Samkeppniseftirlitsins girða umrædd tengsl ekki fyrir viðskiptin. „Í ljósi framangreinds er samrunaaðilum nú heimilt að framkvæma fyrrgreindan samruna Haga og Olís,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Bensín og olía Samkeppnismál Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag að skilyrði sem það setti fyrir samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV hefðu verið uppfyllt. Hagar greiða 10,6 milljarða króna fyrir Olís og DGV en samþykki Samkeppniseftirlitsins voru háð skilyrðum sem var ætlað að ryðja samkeppnishindrunum úr vegi. Um eitt og hálft ár er liðið frá því að kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir. Hagar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í september. Hún fól meðal annars í sér að Hagar þurftu að selja þrjár dagvöruverslanir sínar, dagvöruhluta verslunar Olís í Stykkishólmi og fimm eldsneytisstöðvar Olís. Skilyrði var um að hæfur kaupandi fyndist að eignunum sem væri líklegur til að veita Högum samkeppni. Hagar sömdu í kjölfarið við Atlantsolíu um kaup á eldsneytisstöðvunum og við Ísborg ehf. um kaup á dagvöruverslununum. Að undangenginni frekari athugun féllst Samkeppniseftirlitið á að Atlantsolía uppfyllti skilyrði sáttarinnar en óskað var frekari gagna vegna Ísborgar. Í kjölfar þeirrar athugunar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ísborg uppfyllti ekki kröfur um hæfi kaupanda eignanna. Ástæðan var meðal annars efasemdir um Ísborg væri óháð Högum, einkum vegna tengsla fyrirsvarsmanns Ísborgar við óbeinan hluthafa í Högum. Að mati Samkeppniseftirlitsins girða umrædd tengsl ekki fyrir viðskiptin. „Í ljósi framangreinds er samrunaaðilum nú heimilt að framkvæma fyrrgreindan samruna Haga og Olís,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.
Bensín og olía Samkeppnismál Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira