Þetta er í boði fyrir landsmenn á hundrað ára afmæli fullveldisins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 19:00 Styttunni af Kristjáni 9. með fyrstu stjórnarskrá Íslendinga var komið upp fyrir framan Stjórnarráðið árið 1915. Vísir/Hanna Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands verður fagnað með pompi og prakt næstkomandi laugardag, þann 1. desember. Af því tilefni eru fjölbreyttir viðburðir í boði fyrir almenning um allt land. Fullveldishátíðin verður sett fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu klukkan 13 á laugardag. Katrín Jakobsdóttir setur hátíðina og flutt verða stutt ávörp í bland við tónlistarflutning. Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í athöfninni og tveir fulltrúar ráðsins ávarpa viðstadda, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Mathias Ölvisson. Þá mun Jelena Ćirić tónlistarkona flytja ávarp. Söngfólk ásamt blásarasveit annast tónlistarflutning við athöfnina. Tónlistarteymi: Hildigunnur Einarsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson, Nanna Hlíf Ingvadóttir og Samúel Jón Samúelsson. Rauði krossinn mun bjóða upp á heitt kakó á Lækjartorgi í tilefni dagsins. Alþingishúsið opnað almenningi og horft til framtíðar fullveldisins Frá 13:30 til 18 verður fjölbreytt dagskrá menningarstofnana Íslendinga. Alþingishúsið verður opnað almenningi og taka forseti Alþingis og þingmenn á móti gestum til klukkan 18. Náttúruminjasafn Íslands opnar sína fyrstu stóru sýningu í Perlunni klukkan 14. Sýningin Vatnið í náttúru Íslands veitir á nýstárlegan hátt innsýn í eina mikilvægustu auðlind landsins, leyndardóma vatnsins og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu. Vatnskötturinn býður börn velkomin og fylgir þeim um króka og kima sýningarinnar. Mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp ásamt forstöðumanni safnsins og Söngsveitin Fílharmónía flytur tónlist tengda vatni undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Sýningarstjóri og aðalhönnuður: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Á 5. hæð Hörpu verður sýningin Fáni fyrir nýja þjóð frá 14:30 til 20. Þar verða sýndir fánar sem ekki hafa komið fyrir augu þjóðarinnar áður. Þar má nefna Kjarvalsfánann úr samkeppni um fánann 1914 ásamt fánatillögu Kristjáns X. Í tilefni fullveldisafmælisins hafa tveir myndlistarmenn, þau Elín Hansdóttir og Arnar Ómarsson, og tveir hönnuðir, þau Kristín Þorkelsdóttir og Jakob Sturla Einarsson, fengið það verkefni að hanna nýja fána fyrir framtíðarþjóðina og verða fánar þeirra hluti af sýningunni. Í tilefni afmælisins mun hver aðgöngumiði í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið gilda sem árskort frá 1. desember til 30. nóvember 2019. Þá býður safnið kynningu á nýrri ásýnd Þjóðminjasafnsins sem markast af sterkum litum með vísun í þjóðminjar og menningararf Í þjóðskjalasafni Íslands klukkan 15 verður opnaður nýr vefur, heimildir.is, sem veitir aðgang að eftirsóttum heimildum í vörslu safnsins, þúsundir skjalabóka og korta verða þannig aðgengilega á einum stað Janframt er. Jafnframt verða þúsundir skjala í danska ríkisskjalasafninu gerð aðgengileg við þetta tækifæri, skjöl sem snerta íslenska sögu í upphafi fullveldistímans. Birtingin er samstarfsverkefni Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Dagskráin er öllum opinn og fá gestir að gjöf bókina Danska sendingin sem safnið gefur út í tilefni afmælisins. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, verður viðstaddur athöfnina. Í Veröld – Húsi Vigdísar verður marktækniáætlun stjórnvalda í umsjón Almannaróms kynnt klukkan 15:30 og verður varpað ljósi á möguleika íslenskunnar í stafrænum heimi. Sýning á myndverkum dönsku listakonunnar Karin Birgitte lund verður opnuð en myndir hennar skreyta nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna sem út kom í tilefni afmælisins. Þá verður kynnt ákvörðun Det Nationalhistoriske Museum – Frederiksborg Slot um að stofna tvær stöður nýdoktora til að vinna rannsóknarverkefni byggð á norrænni arfleifð og áhrifum hennar á vísindi, menningu og listir. Margrét II. Danadrottning verður viðstödd athöfnina og afhendir nýdoktorunum viðurkenningarnar. Ókeypis aðgangur verður að Listasafni Íslands. Þar má sjá fullveldissýninguna Lífsblómið sem er samstarfsverkefni Árnastofnunar, Þjóðskjalasafnsins og Listasafns Íslands. Milli klukkan 16 og 19 á laugardaginn verða sérfræðingar á staðnum sem spjalla við gesti og gangandi um sýninguna. Danadrottning ávarpar hátíð í Hörpu Í Hörpu verður hátíðardagskrá klukkan 20 á laugardag. Hún ber yfirskriftina Íslendingasögur. Sinfónísk sagnaskemmtun. Katrín Jakobsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Margrét II. Danadrottning ávarpa gesti og að því loknu mun Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einleikurum, söngvurum og leikurum spinna „sinfónískan sagnavef“ ásamt Schola cantorum og kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Í sýningunni er horft fram á veg til næstu 100 ára með sögu síðustu aldar í farteskinu. Frumflutt verður sigurlag samkeppni afmælisnefndar, „Landið mitt“ eftir Jóhann g. Jóhannsson. Auk þess verður frumflutningur á verki eftir báru Gísladóttur sem samið var fyrir þetta tilefni. Þá verður flutt ný útgáfa verksins Ad Genua eftir Önnu Þorvaldsdóttur við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur Klukkan 22 á laugardagskvöld verður viðburðurinn Fokkað í fullveldinu á dagskrá á stóra sviði Þjóðleikhússins. Improv Ísland, Reykjavík–Kabarett, Sirkus Íslands, Vandræðaskáldin, Sprite Zero Klan og fleiri uppistands- og spunahópar sem eiga heimilisfesti í þjóðleikhúskjallaranum fá stóra sviðið til umráða og horfa um stund til framtíðar fullveldisins með sínum augum. Landssamtök íslenskra stúdenta standa fyrir viðburði í fimm háskólum landsins sem hefjast klukkan 11. Markmiðið er að endurnýja samband stúdenta við fullveldið og gangast við ábyrgð á framtíð þess. Framlag LÍS hefur yfirskriftina Stúdentar og fullveldið. Við erum lykillinn … 13:00–14:00 Árbæjarsafn Fullveldiskaffi með Ara Eldjárn – Uppistand 13:00–15:00 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Austurland „Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi“. Tengsl fullveldis og sjálfbærni á Austurlandi með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna Húsnæði Menntaskólans verður nýtt til hins ítrasta, sýningarnar fjórar þar sem Heimsmarkmiðin eru spegluð í gegnum líf austfirskra barna verða settar upp þennan eina dag á sama stað. Nemendur ME varpa ljósi á umhverfismál og sjálfbæra þróun fyrr og nú og ekki síst til framtíðar. Kaffiveitingar á þjóðlegum nótunum, austfirsk ungskáld, lokaverkefni er tengjast sjálfbærri þróun, fjölbreyttar sýningar og teiknimyndasmiðja er meðal þess sem verður í boði. 13:00–16:00 Kjarvalsstaðir Vísindafélag hverra? – Málþing í tilefni 100 ára afmælis Vísindafélags Íslendinga Setja má stofnun Vísindafélags Íslendinga í beint samhengi við samþykkt sambandslaganna 1918 og þær framtíðarvonir sem þau glæddu, m.a. fyrir vísindastarf á Íslandi. Á málþinginu verður sjónum beint að sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, hvernig hún hefur mótast og verið mótuð í gegnum tíðina. Fræðimenn á sviði listrannsókna, bókmennta og mannfræði skoða hugmyndir um íslenska þjóð og íslenskt þjóðríki frá ýmsum sjónarhornum og velta því fyrir sér hvort og hvernig komandi kynslóðir muni bera þær hugmyndir áfram inn í aðra öld fullveldis. 13:00 Borgarbókasafn, Menningarhúsinu í Grófinni Fullvalda konur og karlar – Ljósmyndasýning Á sýningunni er varpað ljósi á mikilvægan þátt kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. Sýningin er nýstárleg að því leyti að myndum er varpað á tjald í glugganum á Borgarbókasafninu og sýningin því aðgengileg vegfarendum. Hönnuður: Þórey Mjallhvít. 14:00–16:00 Listasafn Árnesinga, Bókasafnið í Hveragerði, Suðurland Hvernig vinna grunnskólabörn með fullveldishugtakið? - Menningardagskrá barna byggð á listflutningi þeirra og höfundarverkum Undanfari sýningarinnar er samkeppni sem efnt hefur verið til meðal grunnskólabarna í Hveragerði. Viðfangsefnin eru annars vegar texti en hins vegar myndlistarverk. Tónlistarskóli Árnesinga tekur þátt í verkefninu. 15:00 Listasafnið á Akureyri Fullveldið endurskoðað – Taka tvö – Rósaboðið Fjórar rósir bjóða til veislu. Rósirnar spruttu hver á sínum stað og hver á sinni stund liðinnar aldar og hver og ein leggur sitt á borð til hátíðarhaldanna. Gjörningur fluttur af listakonunum Heklu Björt Helgadóttur og Brák Jónsdóttur. 16:00 – 17:30 Reykholtskirkja, Vesturland Fullveldi til fullveldis – Tónleikar Trio Danois byggðir á stiklum úr tónlistar- og menningarsögunni Trio Danois skipa þau Jónína Erna Arnardóttir, Morten Fagerli og Pernille Kaarslev. Bergþór Pálsson söngvari verður veislustjóri. 20:00 Hamraborg, Hof Akureyri, Norðurland eystra Fullveldiskantata eftir Sigurð Ingólfsson og Michael Jón Clarke frumflutt á tónleikum í Hofi Fullveldiskantatan er nýtt verk í söngleikjastíl unnið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Fram koma einsöngvarar ásamt kórnum Hymnodia, ungmennakór og ungum strengjaleikurum. Verkið er ljóðræn útfærsla á þeim breytingum sem verða hjá þjóðinni frá því að hún byrjar að líta hugdjarfari en fyrr til framtíðar, losa af sér hlekki og „klakabönd“ fortíðar. Stjórnandi er Michael Jón Clarke. 20:00 Menningarhúsið Miðgarður, Varmahlíð Skagafirði, Norðurland vestra "Hver á sér fegra föðurland" – Skemmtidagskrá kóranna Sóldísar og Heimis Ungu söngfólki í Skagafirði afhent keflið og því falið að þroska áfram söngmenningu héraðsins. Á vef fullveldishátíðarinnar má kynna sér fleiri viðburði um allt land. Margrét Þórhildur II Danadrottning Tímamót Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Hundrað ára afmæli fullveldis Íslands verður fagnað með pompi og prakt næstkomandi laugardag, þann 1. desember. Af því tilefni eru fjölbreyttir viðburðir í boði fyrir almenning um allt land. Fullveldishátíðin verður sett fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu klukkan 13 á laugardag. Katrín Jakobsdóttir setur hátíðina og flutt verða stutt ávörp í bland við tónlistarflutning. Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í athöfninni og tveir fulltrúar ráðsins ávarpa viðstadda, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Mathias Ölvisson. Þá mun Jelena Ćirić tónlistarkona flytja ávarp. Söngfólk ásamt blásarasveit annast tónlistarflutning við athöfnina. Tónlistarteymi: Hildigunnur Einarsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson, Nanna Hlíf Ingvadóttir og Samúel Jón Samúelsson. Rauði krossinn mun bjóða upp á heitt kakó á Lækjartorgi í tilefni dagsins. Alþingishúsið opnað almenningi og horft til framtíðar fullveldisins Frá 13:30 til 18 verður fjölbreytt dagskrá menningarstofnana Íslendinga. Alþingishúsið verður opnað almenningi og taka forseti Alþingis og þingmenn á móti gestum til klukkan 18. Náttúruminjasafn Íslands opnar sína fyrstu stóru sýningu í Perlunni klukkan 14. Sýningin Vatnið í náttúru Íslands veitir á nýstárlegan hátt innsýn í eina mikilvægustu auðlind landsins, leyndardóma vatnsins og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu. Vatnskötturinn býður börn velkomin og fylgir þeim um króka og kima sýningarinnar. Mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp ásamt forstöðumanni safnsins og Söngsveitin Fílharmónía flytur tónlist tengda vatni undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Sýningarstjóri og aðalhönnuður: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Á 5. hæð Hörpu verður sýningin Fáni fyrir nýja þjóð frá 14:30 til 20. Þar verða sýndir fánar sem ekki hafa komið fyrir augu þjóðarinnar áður. Þar má nefna Kjarvalsfánann úr samkeppni um fánann 1914 ásamt fánatillögu Kristjáns X. Í tilefni fullveldisafmælisins hafa tveir myndlistarmenn, þau Elín Hansdóttir og Arnar Ómarsson, og tveir hönnuðir, þau Kristín Þorkelsdóttir og Jakob Sturla Einarsson, fengið það verkefni að hanna nýja fána fyrir framtíðarþjóðina og verða fánar þeirra hluti af sýningunni. Í tilefni afmælisins mun hver aðgöngumiði í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið gilda sem árskort frá 1. desember til 30. nóvember 2019. Þá býður safnið kynningu á nýrri ásýnd Þjóðminjasafnsins sem markast af sterkum litum með vísun í þjóðminjar og menningararf Í þjóðskjalasafni Íslands klukkan 15 verður opnaður nýr vefur, heimildir.is, sem veitir aðgang að eftirsóttum heimildum í vörslu safnsins, þúsundir skjalabóka og korta verða þannig aðgengilega á einum stað Janframt er. Jafnframt verða þúsundir skjala í danska ríkisskjalasafninu gerð aðgengileg við þetta tækifæri, skjöl sem snerta íslenska sögu í upphafi fullveldistímans. Birtingin er samstarfsverkefni Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Dagskráin er öllum opinn og fá gestir að gjöf bókina Danska sendingin sem safnið gefur út í tilefni afmælisins. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, verður viðstaddur athöfnina. Í Veröld – Húsi Vigdísar verður marktækniáætlun stjórnvalda í umsjón Almannaróms kynnt klukkan 15:30 og verður varpað ljósi á möguleika íslenskunnar í stafrænum heimi. Sýning á myndverkum dönsku listakonunnar Karin Birgitte lund verður opnuð en myndir hennar skreyta nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna sem út kom í tilefni afmælisins. Þá verður kynnt ákvörðun Det Nationalhistoriske Museum – Frederiksborg Slot um að stofna tvær stöður nýdoktora til að vinna rannsóknarverkefni byggð á norrænni arfleifð og áhrifum hennar á vísindi, menningu og listir. Margrét II. Danadrottning verður viðstödd athöfnina og afhendir nýdoktorunum viðurkenningarnar. Ókeypis aðgangur verður að Listasafni Íslands. Þar má sjá fullveldissýninguna Lífsblómið sem er samstarfsverkefni Árnastofnunar, Þjóðskjalasafnsins og Listasafns Íslands. Milli klukkan 16 og 19 á laugardaginn verða sérfræðingar á staðnum sem spjalla við gesti og gangandi um sýninguna. Danadrottning ávarpar hátíð í Hörpu Í Hörpu verður hátíðardagskrá klukkan 20 á laugardag. Hún ber yfirskriftina Íslendingasögur. Sinfónísk sagnaskemmtun. Katrín Jakobsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Margrét II. Danadrottning ávarpa gesti og að því loknu mun Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einleikurum, söngvurum og leikurum spinna „sinfónískan sagnavef“ ásamt Schola cantorum og kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Í sýningunni er horft fram á veg til næstu 100 ára með sögu síðustu aldar í farteskinu. Frumflutt verður sigurlag samkeppni afmælisnefndar, „Landið mitt“ eftir Jóhann g. Jóhannsson. Auk þess verður frumflutningur á verki eftir báru Gísladóttur sem samið var fyrir þetta tilefni. Þá verður flutt ný útgáfa verksins Ad Genua eftir Önnu Þorvaldsdóttur við texta Guðrúnar Evu Mínervudóttur Klukkan 22 á laugardagskvöld verður viðburðurinn Fokkað í fullveldinu á dagskrá á stóra sviði Þjóðleikhússins. Improv Ísland, Reykjavík–Kabarett, Sirkus Íslands, Vandræðaskáldin, Sprite Zero Klan og fleiri uppistands- og spunahópar sem eiga heimilisfesti í þjóðleikhúskjallaranum fá stóra sviðið til umráða og horfa um stund til framtíðar fullveldisins með sínum augum. Landssamtök íslenskra stúdenta standa fyrir viðburði í fimm háskólum landsins sem hefjast klukkan 11. Markmiðið er að endurnýja samband stúdenta við fullveldið og gangast við ábyrgð á framtíð þess. Framlag LÍS hefur yfirskriftina Stúdentar og fullveldið. Við erum lykillinn … 13:00–14:00 Árbæjarsafn Fullveldiskaffi með Ara Eldjárn – Uppistand 13:00–15:00 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Austurland „Austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi“. Tengsl fullveldis og sjálfbærni á Austurlandi með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna Húsnæði Menntaskólans verður nýtt til hins ítrasta, sýningarnar fjórar þar sem Heimsmarkmiðin eru spegluð í gegnum líf austfirskra barna verða settar upp þennan eina dag á sama stað. Nemendur ME varpa ljósi á umhverfismál og sjálfbæra þróun fyrr og nú og ekki síst til framtíðar. Kaffiveitingar á þjóðlegum nótunum, austfirsk ungskáld, lokaverkefni er tengjast sjálfbærri þróun, fjölbreyttar sýningar og teiknimyndasmiðja er meðal þess sem verður í boði. 13:00–16:00 Kjarvalsstaðir Vísindafélag hverra? – Málþing í tilefni 100 ára afmælis Vísindafélags Íslendinga Setja má stofnun Vísindafélags Íslendinga í beint samhengi við samþykkt sambandslaganna 1918 og þær framtíðarvonir sem þau glæddu, m.a. fyrir vísindastarf á Íslandi. Á málþinginu verður sjónum beint að sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, hvernig hún hefur mótast og verið mótuð í gegnum tíðina. Fræðimenn á sviði listrannsókna, bókmennta og mannfræði skoða hugmyndir um íslenska þjóð og íslenskt þjóðríki frá ýmsum sjónarhornum og velta því fyrir sér hvort og hvernig komandi kynslóðir muni bera þær hugmyndir áfram inn í aðra öld fullveldis. 13:00 Borgarbókasafn, Menningarhúsinu í Grófinni Fullvalda konur og karlar – Ljósmyndasýning Á sýningunni er varpað ljósi á mikilvægan þátt kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. Sýningin er nýstárleg að því leyti að myndum er varpað á tjald í glugganum á Borgarbókasafninu og sýningin því aðgengileg vegfarendum. Hönnuður: Þórey Mjallhvít. 14:00–16:00 Listasafn Árnesinga, Bókasafnið í Hveragerði, Suðurland Hvernig vinna grunnskólabörn með fullveldishugtakið? - Menningardagskrá barna byggð á listflutningi þeirra og höfundarverkum Undanfari sýningarinnar er samkeppni sem efnt hefur verið til meðal grunnskólabarna í Hveragerði. Viðfangsefnin eru annars vegar texti en hins vegar myndlistarverk. Tónlistarskóli Árnesinga tekur þátt í verkefninu. 15:00 Listasafnið á Akureyri Fullveldið endurskoðað – Taka tvö – Rósaboðið Fjórar rósir bjóða til veislu. Rósirnar spruttu hver á sínum stað og hver á sinni stund liðinnar aldar og hver og ein leggur sitt á borð til hátíðarhaldanna. Gjörningur fluttur af listakonunum Heklu Björt Helgadóttur og Brák Jónsdóttur. 16:00 – 17:30 Reykholtskirkja, Vesturland Fullveldi til fullveldis – Tónleikar Trio Danois byggðir á stiklum úr tónlistar- og menningarsögunni Trio Danois skipa þau Jónína Erna Arnardóttir, Morten Fagerli og Pernille Kaarslev. Bergþór Pálsson söngvari verður veislustjóri. 20:00 Hamraborg, Hof Akureyri, Norðurland eystra Fullveldiskantata eftir Sigurð Ingólfsson og Michael Jón Clarke frumflutt á tónleikum í Hofi Fullveldiskantatan er nýtt verk í söngleikjastíl unnið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Fram koma einsöngvarar ásamt kórnum Hymnodia, ungmennakór og ungum strengjaleikurum. Verkið er ljóðræn útfærsla á þeim breytingum sem verða hjá þjóðinni frá því að hún byrjar að líta hugdjarfari en fyrr til framtíðar, losa af sér hlekki og „klakabönd“ fortíðar. Stjórnandi er Michael Jón Clarke. 20:00 Menningarhúsið Miðgarður, Varmahlíð Skagafirði, Norðurland vestra "Hver á sér fegra föðurland" – Skemmtidagskrá kóranna Sóldísar og Heimis Ungu söngfólki í Skagafirði afhent keflið og því falið að þroska áfram söngmenningu héraðsins. Á vef fullveldishátíðarinnar má kynna sér fleiri viðburði um allt land.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Tímamót Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira