Flugmennirnir börðust við flugvélina frá upphafi til enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 09:15 Getty/Donal Husni Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49
Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02