Halda áfram limgervingu Trumps Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Aðferðir typpamyndaprakkaranna verða sífellt fágaðri. AP/Alex Brandon Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Spellvirkjunum sem náðu að skipta út aðalmyndinni af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á alfræðivefnum Wikipedia á föstudaginn þótti greinilega ekki fullnægjandi að komast upp með hrekkinn einu sinni. Bandaríski fréttavefurinn The Verge greindi frá því um helgina að síðan þá hefðu að minnsta kosti fimm slíkar „árásir“ verið gerðar á Wikipediasíðuna. Fréttablaðið fjallaði um hrekkinn í helgarblaðinu og kom þar fram að með því að breyta síðunni á Wikipedia hefði hrekkjalómunum einnig tekist að gabba Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple, sem birti sömuleiðis reðurmyndina er notendur spurðu út í forsetann umdeilda. Að því er kom fram í umfjöllun The Verge verða aðferðir typpamyndaprakkaranna sífellt fágaðri og vandaðri. Þeir hafa notað mismunandi typpi í hvert skipti til þess að komast hjá síum og til að mynda reynt að fela myndina fyrir stjórnendum Wikipedia með því að hlaða myndunum inn undir sakleysislegum skráarheitum. Til dæmis var ein skráin nefnd „64 year old 3.jpg“. Hrekkurinn var greinilega þaulhugsaður þar sem síða forsetans nýtur svokallaðrar aukinnar staðfestingarverndar. Það þýðir að einungis aðgangar eldri en þrjátíu daga sem hafa gert að minnsta kosti 500 breytingar gátu átt við síðu forsetans. Samkvæmt Wikipediastjórnanda sem gengur undir notandanafninu TheSandDoctor hafa ballargrallararnir komist hjá þessari vernd með því að stela aðgöngum annarra. Þótt stjórnendur geti kveikt á svokallaðri tveggja þátta auðkenningu, og þannig krafist þess að auðkenniskóði sé sendur með SMS-i áður en innskráning fer fram, náðu besefabófarnir að stela aðgangi eins stjórnanda enda hafði sá vanrækt að kveikja á þessari tveggja þátta auðkenningu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira