Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa dáið í gær eftir glímu við „alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“.
Leyniþjónustan GRU hefur talsvert ratað í fréttir síðustu misserin en hún hefur verið bendluð við taugaeitursárásina á njósnarann fyrrverandi, Sergei Skripal, og dóttur hans Júlíu, í breska bænum Salisbury fyrr á árinu.
Í frétt BBC segir að Korobov hafi sætt gagnrýni af hálfu rússneskra embættismanna þar sem árás rússnesku útsendaranna mistókst, en Skripal-feðginin lifðu af árásina.
Rannsókn breskra yfirvalda á árásinni leiddi í ljós að grunur beindist að þeim Alexander Mishkin og Anatoly Chepiga sem sagðir eru útsendarar GRU. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað ásökunum um að þeir Mishkin og Chepiga hafi ráðist á Skripal-feðginin að kröfu þeirra.
Korobov gekk til liðs við rússneska herinn árið 1973 og starfaði í leyniþjónustunni hans frá árinu 1985.
Head of Russian military intelligence GRU Igor Korobov dies — source https://t.co/fUuE6W9cMi
© Russian Defense Ministry's Press and Information Department/TASS pic.twitter.com/1HJUu6AxzP
— TASS (@tassagency_en) November 21, 2018