Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2018 15:56 Andstæðingar stóriðju í Helguvík drógu fána United Silicon í hálfa stöng í janúar. Vísir/eyþór Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta. Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta.
Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00
Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30