Þriggja mánaða fangelsi fyrir fimm þúsund króna þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2018 13:18 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi konuna. Fréttablaðið/pjetur Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur. Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira