Þar sátu þingmenn að sumbli að kvöldi til og létu allskyns orð falla sem ekki eru sæmandi kjörnum fulltrúum.
Samkoman átti sér stað á barnum Klaustur um miðborginni og hafa forsvarsmenn barsins ákveðið að nýta sér málið í kynningarskyni.
Í dag birtist færsla og mynd á Facebook-síðu Klausturs þar sem stendur: „HÚRRANDI KLIKKUÐ jólaglögg í boði hjá okkur út Desember! TRYLLT jólastemning og kósýheit. Kíktu á Klaustur, verst geymda leyndarmál Reykjavíkur.“
Á myndinni má síðan sjá fallegt jólaskraut og hljóðnema.

„Við hlera ekki neitt og tala ekki ljótt í Ali Baba :) Allir velkominn! :D.“
