Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar 9. desember 2018 06:44 Gunnar fagnar eftir bardagann. vísir/getty Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00
Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29
Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30