Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 15:15 Bill Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Time Warner Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. Barr var dómsmálaráðherra í forsetatíð George Bush eldri og hefur margsinnis lýst yfir andstöðu við Rússarannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Barr hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á því að láta ráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga Trump eins og Hillary Clinton. Meðal þess sem Barr hefur lýst yfir áhuga á að rannsaka er sala Uranium One sem margar samsæriskenningar hafa myndast í kringum. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Barr studdi Trump í forsetakosningunum 2016 og skrifaði grein í aðdraganda þeirra þar sem hann sagði James Comey, þáverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, hafa gert rétt með því að opinbera að FBI hefði opnað rannsóknin á tölvupóstum Clinton á nýjan leik.Seinna, eftir að Trump rak, Comey og gaf þá ástæðu að það hefði hann gert vegna þess að Comey hefði opinberað tölvupóstarannsóknina, skrifaði Barr aðra grein um að aðgerðir Comey hefðu ekki átt rétt á sér. Hann tjáði sig aldrei um málið eftir að Trump viðurkenndi í viðtali að hann hefði í raun rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings mun þurfa að staðfesta tilnefningu Barr og þykir nokkuð ljóst að hann verður spurður náið út í viðhorf hans gagnvart rannsókn Mueller.Staðfesti fregnir um nýjan sendiherra Trump staðfesti einnig fréttir þess eðlis að Heather Nauert yrði tilnefnd í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar nú sem talskona Utanríkisráðuneytisins og var áður þáttastjórnandi á Fox News.Sjá einnig: Talskona Utanríkisráðuneytisins verður tilnefnd sem sendiherra hjá SÞ Nauert tekur við af Nikki Haley, verði tilnefning hennar staðfest af öldungadeildinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira