Einungis sjö prósent 17 ára unglinga sofa nóg á skóladögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2018 12:15 Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi og Erlingur Sigurður Jóhannsson prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands koma að rannsókninni. kristinn ingvarsson Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á heilsuhegðun ungra Íslendinga, sem staðið hefur yfir í áratug, sýna að einungis 6,9 prósent 17 ára unglinga ná átta klukkustunda svefni á skóladögum. Þegar unglingarnir voru 15 ára voru 10,9 prósent þeirra að ná átta klukkustunda svefni. Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga en niðurstöðurnar sýna að 17 ára unglingar sofa minna en sex tíma skóladögum. Séu helgarnar teknar með ná 13,3 prósent viðmiðum um ráðlagðan svefntíma en þegar þau voru 15 ára var þetta hlutfall 22,3 prósent. Rúna Sif Stefánsdóttir er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræðum og ein af rannsakendum. Hún segir að það komi á óvart að svefninn minnki enn frekar frá því sem var þegar krakkarnir, sem taka þátt í rannsókninni, voru 15 ára. „Hann er kominn undir sex klukkutíma, á skóladögum, á virkum dögum. Það kom okkur á óvart því hann var frekar lágur í 10. bekk,“ segir Rúna en í 10. bekk voru krakkarnir að sofa sex og hálfan klukkutíma að meðaltali. „Þetta var svona það fyrsta sem var sláandi, að á tveimur árum væri hann að lækka því við héldum að þetta væri kannski eins lágt og við komumst en að hann hafi minnkað var frekar sláandi.“Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga en niðurstöðurnar sýna að 17 ára unglingar sofa minna en sex tíma skóladögum.vísir/gettySvefnmynstur hjá hverjum og einum varð mjög breytilegt Þá segir Rúna að það hafi líka komið mjög á óvart hversu mikið svefninn breyttist, það er að svefnmynstur hjá hverjum og einum einstaklingi varð mjög breytilegt. „Þegar þau voru 15 ára var aðeins meiri stöðugleiki, það er á skóladögum fóru þau aðeins fyrr að sofa og vöknuðu fyrr. Þau voru þá að reyna að vinna þetta upp um helgar og það var aðeins mynstur í þessu,“ segir Rúna. Þegar krakkarnir eru síðan orðin 17 ára er einstaklingsbreytileikinn í svefnmynstrinu orðinn mjög mikill. „Sumir voru kannski ekkert að sofa á þriðjudögum eða fimmtudögum á meðan aðrir voru að sofa mjög mikið um helgar og aðrir lítið. Það var einhvern veginn ekkert mynstur og það er ekki hægt að tala um að svefn 17 ára sé eitthvað ákveðið. Það var mikill munur á því hjá 17 ára miðað við 15 ára.“Fyrsti árgangurinn í þriggja ára kerfi í framhaldsskóla Spurð út í hvers vegna hvers vegna unglingarnir séu að sofa svona lítið segir Rúna að rannsakendur séu fyrst og fremst búnir að vera greina tölulegar upplýsingar, það er hvað hefur verið að koma út úr mælingum með til dæmis svefnmælum, hreyfimælum og þrekprófum. Rannsakendur séu í raun ekki komnir út í það að skoða ástæðurnar en í spurningalistum rannsóknarinnar er meðal annars spurt út í kvíða, þunglyndi og skjánotkun. „Við erum búin að greina 15 ára gögnin meira og það sem við erum fyrst og fremst þessi einstaklingsbreytileiki á milli 15 og 17. Hópurinn er eiginlega ekki hópur lengur heldur eru þetta einstaklingar þannig að hver og einn er orðinn svo ólíkur hver öðrum þannig að ástæðurnar eru örugglega mjög ólíkar,“ segir Rúna en bendir á að rannsakendur hafi líka talað við krakkana sem taka þátt í rannsókninni og geti sagt ýmislegt út frá því. „Þetta er fyrsti árgangurinn sem er í þriggja ára framhaldsskólanámi. Skólarnir voru að breytast mjög mikið og það var mikið álag á þeim og mikið að gera.“Á meðal þess sem rannsóknin sýnir er að 17 ára unglingar í fjölbrautakerfi sofa ívið meira en unglingar í bekkjarkerfi.fréttablaðið/ernirVirðist sem hringekja lífsins sé dálítið hröð Rannsóknarhópurinn hefur skoðað stöðu og langtímabreytingar á holdarfari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og lifnaðarháttum hjá hópnum, fyrst við 7 og 9 ára aldur og síðan við 15 ára og 17 ára aldur. Þegar rannsóknin hófst náði hún til alls 500 barna í sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Við 15 ára aldur voru þátttakendur um 320 og við 17 ára aldur um 250. Að sögn Rúnu spilar inn í að auðveldara var að ná til krakkana þegar þau voru í grunnskóla, svo hafi einhverjir flust burt en það sem þau heyrðu einnig frá krökkunum þegar þau voru orðin 17 ára var að þau höfðu einfaldlega ekki tíma til að taka þátt í rannsókninni. „Það voru margir sem sögðu bara „Ég hef ekki tíma. Ég þarf að vinna, læra, ég er í íþróttum, leiklist, félagslíf...“ Það virðist vera sem hringekja lífsins sé dálítið hröð hjá þeim. Þau eru í 150% prósent skóla að reyna að klára þetta á þremur árum, stunda íþróttir og eru að reyna að hreyfa sig, svo er það félagslífið, bílpróf og böll og kærustur og kærastar. Þetta er allt á sama tíma og það er bara alltof mikið að gera hjá þeim,“ segir Rúna.„Þau munu lenda á vegg einhvern tímann“ Áhrif þess að sofa of lítið eru margvísleg. Þannig hafa rannsóknir sýnt að of lítill svefn leiði til ofþyngdar, það breytir því hvernig fólk borðar, það er ef viðkomandi sefur lítið er hann líklegri til að borða óhollari fæðu en ella. „Þú átt líka erfiðara með að takast á við daglega streitu, áföll og fleira þegar þú ert að ganga á litlum svefni. Þráðurinn verður styttri,“ segir Rúna og bætir við að klínískar rannsóknir þar sem hópur er tekinn og svefninn minnkaður sýni að til dæmis viðbragð og minni skerðist. Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið og að hún hafi aukist mjög síðustu misseri. Maður veltir því fyrir sér hvort við gætum farið að sjá kulnun hjá enn yngra fólki, jafnvel unglingum, vegna til dæmis of lítils svefns og mikils álags. Rúna segir of snemmt að segja til um það en sannleikurinn sé þó sá að manneskjan getur ekki verið á litlum svefni lengi; á endanum brotnar maður niður. Mjög einstaklingsbundið sé hvenær og hvernig það gerist og Rúna nefnir í þessu sambandið magnið af orkudrykkjum sem unglingar drekka en enginn veit hvaða áhrif það mun hafa eftir nokkur ár. „Þau munu lenda á vegg einhvern tímann, spurningin er bara hvenær og hvernig og hvort einhver nái að grípa inn í fyrr,“ segir Rúna. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. 14. nóvember 2018 20:00 Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Birtan, sem er allsráðandi allan sólarhringinn yfir sumartímann hér á landi, er talin hafa mikil áhrif á svefnvenjur Íslendinga. Bæði börn og fullorðnir verða fyrir áhrifum. Niðurstöður ranns 16. júní 2018 08:00 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Sjá meira
Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á heilsuhegðun ungra Íslendinga, sem staðið hefur yfir í áratug, sýna að einungis 6,9 prósent 17 ára unglinga ná átta klukkustunda svefni á skóladögum. Þegar unglingarnir voru 15 ára voru 10,9 prósent þeirra að ná átta klukkustunda svefni. Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga en niðurstöðurnar sýna að 17 ára unglingar sofa minna en sex tíma skóladögum. Séu helgarnar teknar með ná 13,3 prósent viðmiðum um ráðlagðan svefntíma en þegar þau voru 15 ára var þetta hlutfall 22,3 prósent. Rúna Sif Stefánsdóttir er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræðum og ein af rannsakendum. Hún segir að það komi á óvart að svefninn minnki enn frekar frá því sem var þegar krakkarnir, sem taka þátt í rannsókninni, voru 15 ára. „Hann er kominn undir sex klukkutíma, á skóladögum, á virkum dögum. Það kom okkur á óvart því hann var frekar lágur í 10. bekk,“ segir Rúna en í 10. bekk voru krakkarnir að sofa sex og hálfan klukkutíma að meðaltali. „Þetta var svona það fyrsta sem var sláandi, að á tveimur árum væri hann að lækka því við héldum að þetta væri kannski eins lágt og við komumst en að hann hafi minnkað var frekar sláandi.“Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga en niðurstöðurnar sýna að 17 ára unglingar sofa minna en sex tíma skóladögum.vísir/gettySvefnmynstur hjá hverjum og einum varð mjög breytilegt Þá segir Rúna að það hafi líka komið mjög á óvart hversu mikið svefninn breyttist, það er að svefnmynstur hjá hverjum og einum einstaklingi varð mjög breytilegt. „Þegar þau voru 15 ára var aðeins meiri stöðugleiki, það er á skóladögum fóru þau aðeins fyrr að sofa og vöknuðu fyrr. Þau voru þá að reyna að vinna þetta upp um helgar og það var aðeins mynstur í þessu,“ segir Rúna. Þegar krakkarnir eru síðan orðin 17 ára er einstaklingsbreytileikinn í svefnmynstrinu orðinn mjög mikill. „Sumir voru kannski ekkert að sofa á þriðjudögum eða fimmtudögum á meðan aðrir voru að sofa mjög mikið um helgar og aðrir lítið. Það var einhvern veginn ekkert mynstur og það er ekki hægt að tala um að svefn 17 ára sé eitthvað ákveðið. Það var mikill munur á því hjá 17 ára miðað við 15 ára.“Fyrsti árgangurinn í þriggja ára kerfi í framhaldsskóla Spurð út í hvers vegna hvers vegna unglingarnir séu að sofa svona lítið segir Rúna að rannsakendur séu fyrst og fremst búnir að vera greina tölulegar upplýsingar, það er hvað hefur verið að koma út úr mælingum með til dæmis svefnmælum, hreyfimælum og þrekprófum. Rannsakendur séu í raun ekki komnir út í það að skoða ástæðurnar en í spurningalistum rannsóknarinnar er meðal annars spurt út í kvíða, þunglyndi og skjánotkun. „Við erum búin að greina 15 ára gögnin meira og það sem við erum fyrst og fremst þessi einstaklingsbreytileiki á milli 15 og 17. Hópurinn er eiginlega ekki hópur lengur heldur eru þetta einstaklingar þannig að hver og einn er orðinn svo ólíkur hver öðrum þannig að ástæðurnar eru örugglega mjög ólíkar,“ segir Rúna en bendir á að rannsakendur hafi líka talað við krakkana sem taka þátt í rannsókninni og geti sagt ýmislegt út frá því. „Þetta er fyrsti árgangurinn sem er í þriggja ára framhaldsskólanámi. Skólarnir voru að breytast mjög mikið og það var mikið álag á þeim og mikið að gera.“Á meðal þess sem rannsóknin sýnir er að 17 ára unglingar í fjölbrautakerfi sofa ívið meira en unglingar í bekkjarkerfi.fréttablaðið/ernirVirðist sem hringekja lífsins sé dálítið hröð Rannsóknarhópurinn hefur skoðað stöðu og langtímabreytingar á holdarfari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og lifnaðarháttum hjá hópnum, fyrst við 7 og 9 ára aldur og síðan við 15 ára og 17 ára aldur. Þegar rannsóknin hófst náði hún til alls 500 barna í sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Við 15 ára aldur voru þátttakendur um 320 og við 17 ára aldur um 250. Að sögn Rúnu spilar inn í að auðveldara var að ná til krakkana þegar þau voru í grunnskóla, svo hafi einhverjir flust burt en það sem þau heyrðu einnig frá krökkunum þegar þau voru orðin 17 ára var að þau höfðu einfaldlega ekki tíma til að taka þátt í rannsókninni. „Það voru margir sem sögðu bara „Ég hef ekki tíma. Ég þarf að vinna, læra, ég er í íþróttum, leiklist, félagslíf...“ Það virðist vera sem hringekja lífsins sé dálítið hröð hjá þeim. Þau eru í 150% prósent skóla að reyna að klára þetta á þremur árum, stunda íþróttir og eru að reyna að hreyfa sig, svo er það félagslífið, bílpróf og böll og kærustur og kærastar. Þetta er allt á sama tíma og það er bara alltof mikið að gera hjá þeim,“ segir Rúna.„Þau munu lenda á vegg einhvern tímann“ Áhrif þess að sofa of lítið eru margvísleg. Þannig hafa rannsóknir sýnt að of lítill svefn leiði til ofþyngdar, það breytir því hvernig fólk borðar, það er ef viðkomandi sefur lítið er hann líklegri til að borða óhollari fæðu en ella. „Þú átt líka erfiðara með að takast á við daglega streitu, áföll og fleira þegar þú ert að ganga á litlum svefni. Þráðurinn verður styttri,“ segir Rúna og bætir við að klínískar rannsóknir þar sem hópur er tekinn og svefninn minnkaður sýni að til dæmis viðbragð og minni skerðist. Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið og að hún hafi aukist mjög síðustu misseri. Maður veltir því fyrir sér hvort við gætum farið að sjá kulnun hjá enn yngra fólki, jafnvel unglingum, vegna til dæmis of lítils svefns og mikils álags. Rúna segir of snemmt að segja til um það en sannleikurinn sé þó sá að manneskjan getur ekki verið á litlum svefni lengi; á endanum brotnar maður niður. Mjög einstaklingsbundið sé hvenær og hvernig það gerist og Rúna nefnir í þessu sambandið magnið af orkudrykkjum sem unglingar drekka en enginn veit hvaða áhrif það mun hafa eftir nokkur ár. „Þau munu lenda á vegg einhvern tímann, spurningin er bara hvenær og hvernig og hvort einhver nái að grípa inn í fyrr,“ segir Rúna.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. 14. nóvember 2018 20:00 Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Birtan, sem er allsráðandi allan sólarhringinn yfir sumartímann hér á landi, er talin hafa mikil áhrif á svefnvenjur Íslendinga. Bæði börn og fullorðnir verða fyrir áhrifum. Niðurstöður ranns 16. júní 2018 08:00 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Fleiri fréttir SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Sjá meira
Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. 14. nóvember 2018 20:00
Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Birtan, sem er allsráðandi allan sólarhringinn yfir sumartímann hér á landi, er talin hafa mikil áhrif á svefnvenjur Íslendinga. Bæði börn og fullorðnir verða fyrir áhrifum. Niðurstöður ranns 16. júní 2018 08:00