Aldrei jafn spenntur að taka þátt í undirbúningstímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 7. desember 2018 14:30 Matthías Vilhjálmsson á Valsvellinum með félögum sínum. fréttablaðið Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira