Heimildarmynd og nýtt lag Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2018 06:30 Guðný er gríðarlega eftirsóttur skemmtikraftur. „Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira