Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2018 16:02 Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér. Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.Stundin greinir frá þessu og birtir upptöku þar sem Miðflokksmenn heyrast furða sig á því að Magnús Þór hafi leitt lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi,“ heyrst Bergþór Ólason segja. Anna Kolbrún Árnadóttir bætir við „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér. Ég skil ekkert í ykkur.“ „Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana? Hahahahaha!“ „Maggi gerði það sko,“ sagði Bergþór þá.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissamband en þau Magnús voru í sambúð og eiga saman tvö börn. Magnús Þór vísaði ásökunum Ragnheiðar á bug og sagði að hann mætti þola netníð af hendi Ragnheiðar, þó að Magnús væri aldrei nafngreindur í viðtalinu. Setti hann spurningamerki við tímasetningu viðtalsins í miðri kosningabaráttu hans, þar sem um væri að ræða samband sem lauk á erfiðan hátt fyrir áratug. Ragnheiður sagði frá því í viðtalinu að hún hafi ekki viljað trúa að hún væri orðin kona sem þurfti að leita til Kvennaathvarfsins en sagði að það hefði hjálpað henni. Hún sagði erfiðleikana hafa gert hana sterkari.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissambandSkjáskot/Akureyri Vikublað„Ef ég horfi til baka sé ég viðvörunarbjöllurnar sem dingluðu, strax í upphafi og útsambandið, en ég hlustaði ekki á þær. ÉG vildi ekki ganga aftur í gegnum skilnað og fannst ég þurfa að standa mína plikt.“ Á upptökunni virðist sem svo að Miðflokksmennirnir séu að ávarpa þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, sem sátu með þeim á barnum hið margumtalaða kvöld 20. nóvember. Þeir voru báðir reknir úr Flokki fólksins fyrir helgi og hafa tilkynnt forseta Alþingis að þeir hyggist sitja áfram sem óháðir þingmenn utan flokka. Magnús Þór var sem fyrr segir oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar og er nú framkvæmdastjóri þingflokks fólksins. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í dag las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.Stundin greinir frá þessu og birtir upptöku þar sem Miðflokksmenn heyrast furða sig á því að Magnús Þór hafi leitt lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi,“ heyrst Bergþór Ólason segja. Anna Kolbrún Árnadóttir bætir við „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér. Ég skil ekkert í ykkur.“ „Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana? Hahahahaha!“ „Maggi gerði það sko,“ sagði Bergþór þá.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissamband en þau Magnús voru í sambúð og eiga saman tvö börn. Magnús Þór vísaði ásökunum Ragnheiðar á bug og sagði að hann mætti þola netníð af hendi Ragnheiðar, þó að Magnús væri aldrei nafngreindur í viðtalinu. Setti hann spurningamerki við tímasetningu viðtalsins í miðri kosningabaráttu hans, þar sem um væri að ræða samband sem lauk á erfiðan hátt fyrir áratug. Ragnheiður sagði frá því í viðtalinu að hún hafi ekki viljað trúa að hún væri orðin kona sem þurfti að leita til Kvennaathvarfsins en sagði að það hefði hjálpað henni. Hún sagði erfiðleikana hafa gert hana sterkari.Ragnheiður Runólfsdóttir er ein helsta afrekskona Íslendinga í sundi og steig hún fram í viðtali við Akureyri Vikublað í október 2017 og sagðist vera að byggja sig upp eftir ofbeldissambandSkjáskot/Akureyri Vikublað„Ef ég horfi til baka sé ég viðvörunarbjöllurnar sem dingluðu, strax í upphafi og útsambandið, en ég hlustaði ekki á þær. ÉG vildi ekki ganga aftur í gegnum skilnað og fannst ég þurfa að standa mína plikt.“ Á upptökunni virðist sem svo að Miðflokksmennirnir séu að ávarpa þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, sem sátu með þeim á barnum hið margumtalaða kvöld 20. nóvember. Þeir voru báðir reknir úr Flokki fólksins fyrir helgi og hafa tilkynnt forseta Alþingis að þeir hyggist sitja áfram sem óháðir þingmenn utan flokka. Magnús Þór var sem fyrr segir oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar og er nú framkvæmdastjóri þingflokks fólksins. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í dag las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira