Að líta í eigin barm Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. desember 2018 07:30 Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég byrjaði að hlera stjórnmálamenn. Ég ólst upp á stjórnmálaheimili. Sífellt kom stjórnmálafólk í heimsókn. Heilu stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér stað heima. Stundum kom fólk í veislur eða til að skrafa óformlega yfir einhverju glundri í glasi. Þá var talað hátt og hlegið hátt, langt fram á nótt. Hvellar hláturrokurnar í bland við tóbaksreyk gestanna eru hughrif sem líða mér seint úr minni. Ég átti mér hlerunarstað í stiganum milli hæðanna, þar sem fæstir gáfu litlum dreng í náttfötunum gaum. Þar gat ég hlustað á allt sem fram fór, á báðum hæðum. Þar heyrði ég bæði glaðhlakkalegar og oft glannalegar yfirlýsingarnar innan úr stofu þegar svo bar undir, en líka greindi ég orðaskil í varfærnislegri samtölum sem áttu sér stað inni á kontor. Stundum var fólk ekki sammála. Stundum var greinilegt að einhver var ósáttur við einhvern. Straumar og stefnur rákust á. Persónur glímdu. Hugsjónir voru ósamrýmanlegar. Það var ýmislegt látið flakka. Alls konar stór orð heyrði ég hrynja af vörum valdamanna, stundum þvoglumæltum. Alls konar grín heyrði ég. Alls konar yfirlýsingar þutu um húsakynnin. Alls konar óvarleg orð. Alls konar misgáfulegt geðshræringartal í hita augnabliksins fékk ég að heyra. Alls konar brigslyrði. Alls konar bull og vitleysu. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt einhvern tala um konu sem kuntu.Pólitík og tíkur Svo fetaði ég mig sjálfur inn í stjórnmálin. Ég var starfsmaður framboða, í ráðgjafahlutverki ýmiss konar og síðar þingmaður. Í stjórnmálum kynnist maður alls konar fólki og lendir í hinum fjölbreytilegustu kringumstæðum. Yfirleitt var fólk að vinna vinnuna sína, eftir bestu getu og sannfæringu. Edrú. Stundum var þó dottið í það. Það kom fyrir að ég og aðrir fórum heldur óvarlega í eitrið. Gleðskapur stóð fram eftir nóttu. Yfirleitt var bara gaman. Ýmislegt gat þó gengið á, misgáfulegt. Alls konar yfirlýsingar fengu að fljúga. Það er eins og gengur og gerist held ég, í lífinu öllu og á flestum vinnustöðum. Fólk slettir úr klaufunum. Partíhald getur tekið á sig hinar heimskulegustu myndir. Fólk er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfu sér, sérstaklega þegar áfengið er annars vegar. Ég hef átt mína bömmera. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt eða tekið þátt í tali samþingmanna minna, hvað þá nokkurra klukkustunda tali, um konur sem kuntur og tíkur. Einstakt ógeð Ekki heldur hef ég heyrt mögnuðum, fötluðum mannréttindabaráttukonum líkt við sel út af líkama sínum. Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klausturbarnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt. Í viðbrögðum sínum við þessari afhjúpun á eðli sínu hafa sumir þátttakendur samtalsins reynt að bregða fyrir sig Jesú Kristi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, er sagt. Fullyrt er að viðbrögð fólks, einkum karla, séu hræsnisfull. Þeir hafi flestir ef ekki allir talað svona sjálfir. Við karlar, segja þessir menn, eigum að líta í eigin barm. Donald Trump reyndi þetta líka þegar tal hans um að grípa í píkur kvenna var afhjúpað. Hva, sagði Trump, svona tölum við í búningsklefanum. Nei, hugsaði þá meginþorri karla. Það er ekki satt. Förum yfir sviðið Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi. Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. Þið verðið bara að segja af ykkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held ég hafi verið átta ára þegar ég byrjaði að hlera stjórnmálamenn. Ég ólst upp á stjórnmálaheimili. Sífellt kom stjórnmálafólk í heimsókn. Heilu stjórnarmyndunarviðræðurnar áttu sér stað heima. Stundum kom fólk í veislur eða til að skrafa óformlega yfir einhverju glundri í glasi. Þá var talað hátt og hlegið hátt, langt fram á nótt. Hvellar hláturrokurnar í bland við tóbaksreyk gestanna eru hughrif sem líða mér seint úr minni. Ég átti mér hlerunarstað í stiganum milli hæðanna, þar sem fæstir gáfu litlum dreng í náttfötunum gaum. Þar gat ég hlustað á allt sem fram fór, á báðum hæðum. Þar heyrði ég bæði glaðhlakkalegar og oft glannalegar yfirlýsingarnar innan úr stofu þegar svo bar undir, en líka greindi ég orðaskil í varfærnislegri samtölum sem áttu sér stað inni á kontor. Stundum var fólk ekki sammála. Stundum var greinilegt að einhver var ósáttur við einhvern. Straumar og stefnur rákust á. Persónur glímdu. Hugsjónir voru ósamrýmanlegar. Það var ýmislegt látið flakka. Alls konar stór orð heyrði ég hrynja af vörum valdamanna, stundum þvoglumæltum. Alls konar grín heyrði ég. Alls konar yfirlýsingar þutu um húsakynnin. Alls konar óvarleg orð. Alls konar misgáfulegt geðshræringartal í hita augnabliksins fékk ég að heyra. Alls konar brigslyrði. Alls konar bull og vitleysu. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt einhvern tala um konu sem kuntu.Pólitík og tíkur Svo fetaði ég mig sjálfur inn í stjórnmálin. Ég var starfsmaður framboða, í ráðgjafahlutverki ýmiss konar og síðar þingmaður. Í stjórnmálum kynnist maður alls konar fólki og lendir í hinum fjölbreytilegustu kringumstæðum. Yfirleitt var fólk að vinna vinnuna sína, eftir bestu getu og sannfæringu. Edrú. Stundum var þó dottið í það. Það kom fyrir að ég og aðrir fórum heldur óvarlega í eitrið. Gleðskapur stóð fram eftir nóttu. Yfirleitt var bara gaman. Ýmislegt gat þó gengið á, misgáfulegt. Alls konar yfirlýsingar fengu að fljúga. Það er eins og gengur og gerist held ég, í lífinu öllu og á flestum vinnustöðum. Fólk slettir úr klaufunum. Partíhald getur tekið á sig hinar heimskulegustu myndir. Fólk er ekki alltaf besta útgáfan af sjálfu sér, sérstaklega þegar áfengið er annars vegar. Ég hef átt mína bömmera. Ég man hins vegar ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann, í öll þessi ár, heyrt eða tekið þátt í tali samþingmanna minna, hvað þá nokkurra klukkustunda tali, um konur sem kuntur og tíkur. Einstakt ógeð Ekki heldur hef ég heyrt mögnuðum, fötluðum mannréttindabaráttukonum líkt við sel út af líkama sínum. Engan hef ég heyrt spúa eins miklum ofbeldisfullum viðbjóði yfir annað fólk og þingmennirnir sex gerðu tímunum saman á Klausturbarnum. Ég hef, í stuttu máli, aldrei heyrt annað eins. Þetta samtal sem þarna fór fram er einstakt. Mér finnst mikilvægt að þetta sé haft í huga og viðurkennt. Í viðbrögðum sínum við þessari afhjúpun á eðli sínu hafa sumir þátttakendur samtalsins reynt að bregða fyrir sig Jesú Kristi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, er sagt. Fullyrt er að viðbrögð fólks, einkum karla, séu hræsnisfull. Þeir hafi flestir ef ekki allir talað svona sjálfir. Við karlar, segja þessir menn, eigum að líta í eigin barm. Donald Trump reyndi þetta líka þegar tal hans um að grípa í píkur kvenna var afhjúpað. Hva, sagði Trump, svona tölum við í búningsklefanum. Nei, hugsaði þá meginþorri karla. Það er ekki satt. Förum yfir sviðið Ég ætla ekki að setja sjálfan mig á háan hest. Aðrir verða að dæma. Ég treysti mér hins vegar mjög vel til þess að setja nánast alla karlmenn sem ég þekki á háan hest hvað varðar tal á börum, í búningsklefum eða víðar. Ég á engan vin sem talar svona viðurstyggilega um konur og annað fólk. Mín tilfinning er sú að 95% karlmanna geri það ekki. Skoðum þá karla sem eru í helstu áhrifastöðum í samfélaginu: Guðni forseti, Magnús Geir útvarpsstjóri, Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans, Dagur borgarstjóri. Hvert sem litið er, til listageirans, til íþrótta, til viðskiptalífsins, til stjórnmálanna. Alls staðar er fullt af körlum sem myndu frekar láta höggva af sér útlim heldur en að tala svona. Í þeirra huga er svona tal óhugsandi. Jú, breysk erum við öll. Öllum getur orðið á. En hvenær hættir hún að virka þessi yfirlýsing í kjölfar þess að maður gerir upp á bak, að aðrir eigi að líta í eigin barm? Auðvitað flýgur sá skítur ekki núna, að aðrir séu hræsnarar. Þið verðið bara að segja af ykkur.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun