Macaulay Culkin fer með aðalhlutverk í auglýsingunni og snýr hann aftur sem hinn ástsæli Kevin McCallister úr Home Alone myndunum sem Culkin er hvað þekktastur fyrir.
Í auglýsingunni er Kevin enn og aftur einn heima um jólin. En hann er orðinn fullorðinn og tæklar jólavandræðin með hjálp frá Google aðstoðarmanninum.