Rússneskur uppljóstrari talinn hafa látist af náttúrulegum orsökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 16:34 Perepilitsjní hafði leitað hælis í Bretlandi eftir að hafa aðstoðað saksóknara í umfangsmiklu skattsvikamáli. Vísir/EPA Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira